Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 7
HVER ek HVAR :sr* HVAÐ Jóhanna Guðnadóttir er ráðin til Nordisk Andelsforfund í Kaupmanna- höfn. Hún mun starfa þar við enskar bréfaskriftir. Jó- hanna er fædd að Þingnesi í Borgarfirði 2. júlí 1932. Lauk prófi úr mála- deild Mennta- skólans í Rvík 1952. Réðist til skipadeildar SÍS 1. des. sama ár, og starfaði þar Jóhanna við almenn skrif- stofustörf og vél- ritun, og varð síðar einkaritari fram- kvæmdastjóra deildarinnar. Jóhannes Jörundsson réðist til skipa- deildar SÍS 20. janúar 1954. Starfaði þar við almenn skrifstofustörf þar til um áramótin, er hann réðist í kaupfé- laga eftirlitið. Starf hans verður fólgið í eftirliti með útlánum til kaupfé’ag- anna. Jóhannes er fæddur í Hrísey 29. apríl 1931. Próf frá Gagnfræðaskóla Ak- urevrar 1949, Handíða- og Myndlistar- skólanum 1951. Stundaði teiknikennslu v.ð barnaskóla í Reykjavík þar til hann réðizt til SÍS. Björn I. Stefánsson réðist til SÍS 1947 og hefur að undanförnu stjórnað innheimtu í Reykjavík. Starfsmaður í kaupfélagaeftirlitinu frá áramótum, hef- ur eftirlit með daglegum rekstri kaup- félaganna. Björn er fæddur í Winnipeg 10. nóvember 1908. Samvinnuskólapróf 1933. Stofnaði Kf. Fáskrúðsfirðinga sama ár og stjórnaði því tll 1946. Sigurlinni Sigurlinnason tekur við stjórn bifreiðaverkstæðis SÍS við Hringbraut. Sigurlinni er fæddur í Hafnarfirði 12. júní 1927. Héraðsskóla- próf frá Reykjaskóla 1944. Samvinnu- skólapróf 1946. Stundaði nám við Bar- Lock Institutet í Stokkhólmi 1946— 1947, og við London Schools of English og Polytecnic síðari hluta árs 1947. Réðist til fjármáladeildar SIS 1. októ- ber 1949 og hefur unnið þar síðan. Ilans aðalstarf hefur verið við gjald- eyri og bankayfirfærslur. Ilalldór Sigurgeirsson mun taka við Frh. á bls. 15. Gunnar Guðjón Björn Jóhannes Sigurlinni Halldór 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.