Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 8
Glæsilegur nýárs- fagnaður að Hlé- garði Starfsfólk SÍS í Reykjavík fagnaði kornu liins nýja árs með glæsilegri skemmtun að Hlégarði í Mosfellssveit, laugardaginn 14. janúar. Hófst skemmt- unin með setningarræðu Haraldar Jón- assonar, formanns skemmtinefndar. Að ræðu Haraldar lokinni tók til máls Helgi Olafsson, kaupfélagsstjóri í Kjal- arnessþingi, bauð hann gesti velkomna á félagssvæði kaupfélagsins og flutti þeim snjalla lýsingu á hinu fagra hér- aði, sem hann starfar í. Næst lék Stef- án Asbjörnsson einleik á píanó, en síð- an var flutt Ieikritið „Geimfarinn". Leikendur voru fimm, þau: Valgarð Runólfsson, Jónína Halldórsdóttir, Lilja Margeirsdóttir, Guðrún Þorvalds- dóttir og Richard Sigurbaldursson. ■— Leikstjóri var Birgir Brynjólfsson. — Þessu næst söng Guðmundur JI. Jóns- son með undirleik Gunnars Sigurgeirs- sonar. Þá var hagyrðingaþáttur, í hon- um tóku þátt þeir Björn Guðmundsson, Kristján Ingólfsson, Stefán Gunnarsson og Orlygur Hálfdanarson. Stjórnandi þáttarins var Ásgeir Magnússon, en hann var einnig kynnir annara skemmti- atriða. Spreyttu liagj'rðingarnir sig á að botna fyrrihluta, sem borizt höfðu frá samstarfsfólkinu, en sendu að lok- um tvo fyrrihluta út í salinn fyrir fólk- ið til að glíma við. Baldvin Þ. Kristj- ánsson og Ragnar Jóhannesson áttu beztu botnana og hlutu þeir að verð- launum sína kvæðabókina hvor. Ekki var nú allt búið þótt hér væri komið. Næst jóðluðu þeir Axel Sölvason og Stefán Jónsson, en Hermann Guð- mundsson söng gamanvísur, og að lok- um var stiginn dans fram eftir nóttu. Skemmtiatriðin tókust öll með af- brigðum vel og klöppuðu áhorfendur skemmtikröftunum óspart lof í lófa. Skemmtun sem þessi krefst mikils und- irbúnings og eiga allir hlutaðeigendur fyllstu þakkir skilið. Án þess að draga hið minnsta úr hlut annarra, v ill Hlyn- ur sérstaklega láta getið hins mikla und- irbúningsstarfs leikaranna og leikstjór- ans, en hann hefur unnið mjög óeigin- gjarnt starf að framgangi þessa máls. Myndasíðan hér á móti er frá nýárs- fagnaðinum. Efsta myndin er af leik- urunum og leikstjóranum, talið frá vinstri: Guðrún, Richard, Jónína, Val- garð, Lilja og Birgir. í næstu röð eru: Margrét Helgadóttir og Ásgeir Magn- ússon, Björg Ágústsdóttir og Baldur Trvggvason og þá Ilarry Frederiksen. I næstneðstu röð eru: Stefán Ásbjörns- son, Guðmundur H. Jónsson, Axel Sölvason og Stefán Jónsson. Hermann Guðmundsson og Ilelgi Ólafsson. í neðstu röð eru: Sigurbjörn Egilsson og Einar Gíslason, Stefán Gunnarsson og að lokum Ásgeir Magnússon að veiða botn upp úr hagyrðingunum, sem eru: Björn, Kristján, Stefán og' Órlygur. 8

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.