Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 11

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 11
I Hljómsveit starfsfólksins leikur á afmælishátíð Elantos Kaupfélagið Elanto var stofnað í Helsingfors árið 1905. Um það leyti voru starfandi nokkur smá kaupfélög í borginni, sem öll voru bundin við á- kveðnar stéttir. Stofnendur Elanto voru 19. Takmark þeirra var að stofna fé- lag, sem næði til allra stétta. Félagið átti að sjá félagsmönnum fyrir öllum vörum, innlendum sem erlendum. Það ekyldi vera tryggingarstofnun almenn- ings, byggja húsin og sjá meðlimunum fvrir skemmtunum. Reisa bókasöfn, vera banki félagsmanna og lánastofn- un, og framleiða sem mest sjálft. Draumar hinna fvrstu forystumanna rættust. Eélagið sameinaði kaupfékígin í Helsingfor? og næsta nágrenni. Tutt- ugu ár voru vart liðin. þegar 80% borg- arbúa verzluðu hjá Elanto. I dag vinna 5.500 manns hjá El- anto. Það lætur sér mjög annt um hag starfsfólksins. Veitir því t. d. ódýra læknisþjónustu og hjúkrun, hefur jafn- vel dagheimili fyrir börn þess. Félagslíf er á sérstaklega háu stigi hjá starfs*- fólkinu. A afmælishátíð félagsins kom fram hljómsveit, kór, leikfimi- og leik- flokkur starfsfólksins. Þóttu þessi at- riði takast með afbrigðum vel, og vera til hins mesta sóma fyrir alla aðstand- endur. Elanto liefur sinn eigin skóla, en þar fyrir utan hefur starfsfólkið að- gang að skóla K. K., annars finnska samvinnusambandsins. Starfsfólkið í leikriti um stofnun Elantos. 11

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.