Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 13

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 13
Sendibréf nútímans Hvernig litist þér á að fá frá Ame- ríku þykkt og voldugt umslag. Nafn sendanda væri skráð utan á það. Hann væri kannski góðkunningi þinn og þú værir í sjöunda himni yfir ræktarsemi vinar þíns. En þegar þú opnaðir um- slagið, væri ekkert bréf í því, heldur litil grammófónplata, sem. hægt væri að leggja saman án þess að hún brotnaði. Það væri ekki nema von, þótt þú kæm- ist í stökustu vandræði. En þannig ganga nú hlutirnir sums staðar til. Milli Sambandsins og skrifstofu þess í New York fara fram miklar bréfaskriftir. enda er skrifstofan útvörður Sambands- ins í Vesturheimi. Til þess að gera lilut- ina sem einfaldasta hefur verið keypt tæki, nokkurs konar grammófónn. I stað þess t. d. að skrifa bréf í New York eru skilaboðin tcluð inn á óbrjótanlega plötu. Síðan er platan send til SIS í Reykjavík og þar skrifar Guðrún Þor- kelsdóttir upp eftir plötunni, sem hún hlustar á með sérstöku heyrnartóli. Tæk- inu er stjórnað með fóthemli. Með hon- um má í-töðva plötuna, láta hana fara ýmist aftur á bak eða áfram, alveg eftir vild og þörfum. A eina slíka plötu Guðrún skrifar eftir hinu nýja tæki, sem er fremst á myndinni, heyrnartólsþráður- inn liggur niður vanga hennar. kemst efni, sem svarar til 10 þéttvélrit- aðra arka. Við þetta sparast vélritun á mörg umslög, burðargjöld og fleira. Hver veit nema að sá tími komi, að þetta tæki verði einhverntíma orðið al- mennings eign, og við sendum kunn- ingjunum raddir okkar, í stað sendi- bréfa? Ljósmyn.dakeppn.irL Myndir eru þegar farnar að berast í ljósmyndas&mkeppni Hlyns, sem sagt var frá í síðasta blaði. Þeir, sem ætla að senda myndir, eru minntir á að gera það í tæka tíð, því keppninni lýkur 31. marz. Verðlaun eru þrenn: 500.00, 300.00 og 200.00 krónur. Stærð myndanna á að vera 13x18 cm., þær eru ekki bundn- ar við neitt ákveðið efni, ljósmyndur- unum er algjörlega í sjálfsvald sett, hvaða viðfangsefni þeir velja sér. Til álita kemur að efna til sýningar á myndunum, að keppninni lokinni, A erði um verulega þátttöku að ræða. Örlítið lengra, elskan

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.