Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 15
Hver eru þau ... Framh. af bls. 7. störfum Sigurlinna í fjármáladeild. Halldór er fæddur í Reykjavík 28. marz 1927. Gagnfræðapróf frá Ingi- marsskólanum 1944. Stúdent úr mála- deild Menntaskólans í Ileykjavík 1948. Lögfræðipróf frá Háskóla Islands 1954, réðist til fjármáladeildar SÍS 22. sept- ember sama ár og’ hefur starfað þar síðan. Guðjón B. Olafsson er ráðinn bók- haldari hjá New York-skrifstofu SIS. Guðjón er fæddur í Hnífsdal 18. nóv- ember 1935. Landspróf frá Gagnfræða- skóla Isfirðinga 1951. Samvinnuskóla- próf 1953 og próf úr framhaldsdeild skólans 1954. Vann tvö sumur hjá Kaupfélagi Isfirðinga. Hefur iinnið hjá hagdeild SÍS frá 10. maí 1954. Gunnar Vagnsson tekur við stjórn innheimtu af Birni Stefánssyni. Gunn- ar er fæddur á Horni í Arnarfirði 13. júlí 1918. Gagnfræðapróf frá Ingimars- skólanum 1937. Stærðfræðistúdent í Reykjavík 1940. Viðskiptafræðipróf frá Iláskóla Islands 1945. Bæjarstjóri á Siglufirði 1946—1949. Starfaði síðan að ýmsum skrifstofustörfum þar til liann réðist til bókhaldsdeildar SÍS 20. ágúst 1953, hafði umsjón með vélabók- haldi deildarinnar. FÓKUS... Framh. af bls. 2. Hinn nýkjörni formaður tók síðan til máls og ræddi um félagsstarfið; kvaðst hann vona, að fræðslusamtökin mættu í starfi sínu verða til eflingar sam- vinnuhreyfingunni. Síðan var fundi slitið og fundarmönnum boðið til kaffi- drykkju. He'ima í jólafríi Bjarni Grímsson kom heirn frá Þýzka- landi skömmu fyrir jól, til að dveljast með fjölskyldu sinni um hátíðarnar. Hlynur hitti Bjarna að máli, og notaði tæki- færið til að inrm hann fregna af dvölinni er!end- is .Bjarni stund- ar nám í rekrtr- arhagfræði við háskólann í Köln. Lætur hann vel af dvölinni ytra. Drífur ýmislegt skemmtilegt á dagana og lofaði liann að senda blað- inu fréttabréf frá skólanum síðar í vet- ur. — Hanna Gunnarsdóttir, kona Bjarna, fer með honum utan að þessu sinni og dvelzt með honum ytra það sem eftir er vetrar. — Þetta er fyrsta mjólkurbúðin með sjálfsafgreiðslu. Bjarni 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.