Hlynur - 15.03.1956, Síða 2

Hlynur - 15.03.1956, Síða 2
Landsmótið og Samband Samvinnustarfsmanna Á síðasta aðalfundi SF/SÍS í Reykja- vík var samþykkt tillaga, sem fól ný- kjörinni stjórn að vinna hugmyndinni um landsmót samvinnumanna fylgis sem víðast meðal samvinnumanna, „svo sem hjá forrráðamönnum SIS, kaupfélags- stjórafélagsins og starfsmönnum og stjórnendum kaupfélaganna,“ eins og segir í tillögunn . Stjórn félagslns hefir síðan hald ð mál'nu vakandi, kynnt sér allar aðstæður og leitað samvinnu, sem flestra skyldra aðila. Skemmst er frá að segja, að allir, sem leitað hefir verið til hafa tekið málinu vel og ákveðið að gerast þátttakendur um framkvæmd mótsins. Fræðslu- og kynningarsamtök ungra samvinnumanna voru uppruna- lega málshefjendur þessarar hugmyndar og starfa fræðslusamtökin ötullega að framgangi hennar. Þótt íalenzk samvinnufélög eigi sér orðið langan aldur og séu hlutfallslega fjölmennari og öflugri en samvinnufélög víðast hvar annars staðar í heiminum, þá eru samtök samvinnustarfsmanna hér á landi að sama skapi ung og ómótuð. Fyrir nokkrum árum komu fram tillög- ur um að stofna skyldi Samband sam- vinnustarfsmanna. Kom í ljós almenn- ur vilji til að hrinda hugmyndlnn’. í framkvæmd, þótt einhverra hluta vegna að hún hafi dagað uppi. Frændur okk- ar á Norðurlöndum eru fyrir lcngu komnir af þessu fyrsta stigi, þar eru öflug samtök samvinnustarfsmanna í hverju landanna um sig, sem myndað hafa Samband samvinnustarfsmanna á Norðurlöndum. — Iplenzkir samvinnu- starfsmenn verða að hefjast handa. Verkefnin bíða þeirra. Kominn er tími til að láta verða af stofnun Sambands Samvinnustarfsmanna og þannig sam- stilla kraftana að hverju viðfangsefni. Við verðum öll að hlúa að félagslegum samtökum samvinnustarfsfólkeins, sem er eins og Erlendur Einarsson, forstjóri SIS, liefir sagt, einn aðalkjarninn í samvinnustarfinu. Landsmót samvinnumanna ætti að verða með þeim hætti, að starfsfólk sem flestra einstakra kaupfélaga,eða annarra fyrirtækja samvinnumanna, kæm' fram með ýmsa fróðleiks- og skemmtiþætti, keppt yrði í ýmsum greinum íþrótta og allt gert til að það kæmi sem gleggst fram, að þar væri mót samvinnumanna. Framkvæmd landsmótsins krefst mik- ils átaks. Samvinnustarfsmenn ættu að lyfta tveim Grettistökum í sama átak- inu og stofna á mótinu Samband Sam- vinnusta'rfsmanna. Grímur Esnarsson Grímur Thomsen E narsson frá Borg andaðist í Landsspítalanum fcstudag- inn 24. þ. m. Grímur fædd st að Borg á Mýr- um 10. des. 1891. Fluttist hann ung- ur til Reykjavík- ur. Stundaði iðn- nám og var um 10 ár hjá Ólafi Hjaltested pípu- lagningarmannl. Þegar Sambands- húsið var tekið í notkun haustið 1920 gerðist Grím- ur umsjónarmaður þess. Gegndi hann þeim störfum fram til ársins 1950, en vann síðan léttari störf í vörugeymslu- húsi Sambandsins við Geirsgötu. Grímur Thomsen Einarsson 2

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.