Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 3
Ar er liðið frá því að fataverksmiðjan Fífa á Húsavík tók til starfa, en hún var vígð 2. marz 1955. Með t.lkomu Fífu stigu samvinnumenn nýtt spor í sögu iðnmála hér á landi, en verk- sm ðjunni er einungis ætlað að starfa á vetrum og á þann hátt spyrna á móti árstíðabundnu atvinnuleys'. Verksmiðjustjóri er Hcskuldur Sigur- geirsson, áður útibússtjóri hjá Kaupfé- lagi Þ ngeyinga. Hann starfaði um árs skeið hjá fataverksmiðjunni Heklu á Akureyri og kynnti sér reksturinn þar, áður en hann tók við stjórn Fífu. Hjá verksm ðjunni starfa 15 stúlkur. Tvær þerra, þær Alfheiður og Guðrún, frá Granastöðum í Kinn, liöfðu áður starf- að hjá Heklu og aðrar tvær, Helga Sig-urjónsdóttir og Kristín Kristjáns- dóttir dvöldust samtímis Höskuldi hjá Heklu, einnig 11 að kynna sér starfsem- ina þar. Fífa er í mjög rúmgóðum og vistleg- um salarkynnum í kaupfélagshúsinu. Utbúnaður og vinnuskilyrði eru öll hin beztu og uppfylla ströngustu nútíma- kröfur. A þessu fyrsta starfsári hefir hún aðallega framle’tt vinnuskyrtur og jakka og barna- og unglingaskyrtur. Flestum, sem til þekkja þykir að vel hafí til tekizt með nafngift á verksmiðj- una. Það var Helgi Hálfdánarson, lyf- aali á Húsavík, sem átti tillöguna um, að henni yrði gefið nafnið Fífa. Segir hann m. a. í greinargerð, sem fylgdi til- lögunn : „Má benda á, hve íslenzka fífan með s’nn mjúka vaxtarþokka og hreina einfaldleik í línum og litum er íérstaklega vel fallin til þessa hlutverks, enda er hún í sínu kurteisa yfirlætis- leysi enhver fegursta skrautjurt hins íslenzka gróðurríkis.“ 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.