Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 4
í ♦ þcrraklct á ^el^cAAi Starfsfólk Kaup- félags Arnesinga hefir um nokkur ár geng'st fyrir tveim til þrem skemmtunum á íri. Samkomustað- urinn er salur á efstu hæð kaup- félagshús-sins, sem rúmar um 130 manns. Skemmt:- krafta hefir starfs- fólkið lagt fram alla, að undansk ldri hljómsveit. Skemmtanirnar hafa alltaf verið mjög vel sóttar og náð m’klum vinsældum. Aðal skemmtun ársins er þorrablótið, en það er haldið fyrsta laugardag í Þorra, að þessu sinni 21. janúar síðastliðinn. Sérstck skemmtinefnd er kos'n til að sjá um undirbúning hvers þorrablóts, að þessu s’nni áttu sæti í blótsnefndinni. Magnús Benedikt Guðmundsson kjötiðnaðarm. hjá K. Á. gerði þessa skemmtilegu veggskreyt- ingu í samkomusalnum. Fremst getur að líta stafla af laufabrauði. Magnús L. Sveinsson, formaður, Guð- rún Guðmundsdóttir, Kristjana Bjama- dóttir, Benedikt Guðmundsson og Gunnar Jónsson. Magnús formaður setti mótið og stjórnaði því. Að sjálfsögðu hófst það með borðhaldi, þar sem þjóðlegir rétt r voru á borð bornir, svo sem hangikjöt, laufabrauð, smjör og annað góðgæti. Að borðhaldi loknu hófust skemmtiatriðin: Gunnar Guðmundsson flutti m'nni kvenna, en minni karla var flutt af Rannveigu Pálsdóttur. Þrjár ungar stúlkur sungu létt lög með gítarundir- leik, þær Kristjana Bjamadóttir, Lauj- ey Steindórsdóttir og Ste'nunn Sigurð- ardóttir. Þá var flutt af segulbandi vlð- tal við nokkra eldri starfsmenn kaup- félagsins. Gunnar Guðmundsson söng einsöng, en síðan hófst mælskukeppni m lli rkrifstofu- og afgre^ðslumanna. Fyrir skrifstofumenn töluðu Grímur Thorarensen, Gunnar Guðmundsson og Ingvi Ebenhardsson, en fyrir afgreiðslu- menn Matthías Ingibergsson, Kolbeinn Kristinsson og Sigfús S:gurðsson. — Keppninni lauk með jöfnum stigum. Milli allra skemmtiatriðanna var al- mennur söngur. Að síðustu hófst dans og stóð hann 11 klukkan 4 um nóttina. Skemmtinefnd n á þakkir skilið fyrir þetta ágæta þorrablót og ekki ber síður að þakka frú Júlíu Amadóttur, sem rá um matreiðsluna nú sem fyrr. Blessaður kauptu . . . Blessaður kauptu blaðlð Hlyn, bregzt hann engra vonum. Það er eins og árdagsskin alltaf fylgi honum. Þórmundur Erl.ngsson. 4

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.