Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 6
Tíðasti flugfarþeginn Nokkrir sjóklædd- ir, — veðurb tnir menn standa fremst á bryggju- sporðinum og virða fyrir sér olíugeyminn, sem verið er að reisa skammt frá bryggj -unni. Hamrarnir skella á hörðum stálplötunum og rjúfa hna djúpu kyrrð, sem vanalega ríkir í litla sjávar- þorpinu. Bláir blossar rafsuðutækjanna skera loftið, snarkið og suðan í þeim blandast hamarshöggunum og hrópum smiðanna. Allt lætur þetta í eyrum sjómannanna sem h’n fegursta tónhst. Geymirinn hækkar óðfluga. Það bætist plata við plötu, hringur á hring ofan. Leiðsla frá geyminum teyg’r sig fram á bryggjuna. Brátt þurfa þe’.r aðe’ns að opna fyrir krana, þá mun olían fossa í stríðum straumum í bátsgeymana. Já, það er brátt af, sem áður var, þegar þeir þurftu að velta þungum tunnum fram malarkambinn og út á bryggjuna. Þar var slöngu stungið í þær og til að fá rennsli á olíuna varð að sjúga skítug- an slönguendann. Margur maðurinn hafði þá orðið að kyngja vænum gúl- sopa v’ð þau tækifæri. Það kom maður með flugvélinni að sunnan í gær, til að fvlgjast með fram- kvæmdunum. Jámsmiðirnir ægja, að hann hafi verið austur á fjörðum dag- inn áður og muni ætla e tthvað vestur á bóginn innan skamms. Einhver sagði að hann héti Guðmundur Ágústsson og hefði umsjón með verklegum fram- kvæmdum hjá Olíufélaginu h.f. Annar sagðist hafa heyrt flugmann’nn segja, að Guðmundur þessi væri tíðasti far- þegi með íslenzku flugvélunum á innan- landsleiðunum. Það er ævintýralegur ljómi yfir slíku starfi og þegar maður- inn að sunnan — hár og beinvaxinn, hvatur í hreyf'ngum, Ijós yfirlitum og fjörlegur — leggur leið sína í áttina 11 þeirra, finnst þeim bera vel í veiði að inna hann fregna. Guðmundur réðist t’l Olíufélags’ns 1949 og hef r hann umsjón með bygg- ingu, viðgerðum og brevtingum á olíu- birgðastöðvum fyrir félagið. Starfið krefst að vonum mik lla ferðalaga, og er flugvél n hans helzti farkostur. Hann kann vel við sig uppi í loftinu og á ýmsar skemmtilegar minningar úr h’n- um fjölmörgu flugferðum sínum. Oft er allt hulið skýjum og ekkert að sjá, oft er líka hið fegursta víðsýn’. Eitt sinn, er hann var á leið til Reykjavíkur að norðan, hafði hann fimm jckla sýn. I annað sinn hefir hann séð norður- og austurhluta landsins baðaðan sólskini. en regnhjúp l'ggja yfir suður- og vest- urhlutanum, gráan og myglulegan. Einn förunaut á Guðmundur, sem hann vill sízt án vera í nokkurri ferð, en það er myndavélin hans. Hann hef- ir komið sér upp myndspjaldskrá, sem oft kemur sér vel að fletta upp í, leiki „Frank er lasinn svo ég verð sjálf að afgreiða“. Guðmundur 6

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.