Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 8
Þorrablót Starfsmannafélags K. E. A. Þröng var á þingi á h nu árlega þorrablóti SF/KEA, sem haldið var að Hótel KEA þann 18. febrúar síðastlið- inn. 330 manns sátu hófið, eða fleiri en nokkru s’nn' áður. A borðum var hangikjöt og laufabrauð og annar rarnrn íslenzkur matur. Gunnlaugur P. Kristinsson, formaður ekemmtinefndar, setti samkomuna og stjórnaði henni. Meðan setið var und r borðum fóru fram ým’s skemmtiatriði. Baldur Eiríksson flutti h’nn klassíska annál KEA, fluttur var skákþáttur og loks var getraun í útvarpsstíl: Hver er maðurinn? Síðar um kvöldið afhenti svo „mað- urinn“ Olafur Tr. Olafsson, elzti tarfs- maður KEA, verðlaun fyrir réttar úr- lausnir. Einnig fór fram kapprakstur, þátttakendur voru fjórir og s’graði Krist'nn Þorsteinsson, deildarstjóri. Þarna kom einn g Ilrafn Pálsson fram í gerv; söngkonunnar Sópraníu Gólan og vakti geysihrifningu. A milli skemmtiatriða var m ki!l og almennur söngur undir stjórn Kr'stins Þorsteinssonar, sem lék undir. Aðgöngumiðarnir voru iafnframt happdrættismiðar. og var aðalvinning- urinn hrærivél, sem gef.nn var af véla- og búsáhaldade ld. Að loknu borðhaldi var tekið til að dansa af miklu fjöri til kl. 3 eftir m’ð- nætti. Guðný Einarsdóttr söng með hljómsve tinni. — Verðlaunadans unnu glæsilega þau Halldóra Guðmundsdóttir og Anton Kristjánsson. Hlutu þau að verðlaunum heljarmikla rjómatertu frá Brauðgerð KEA. Mikil og almenn ánægja ríkt með þorrablótið, sem þótti fara í alla staði hið bezta fram. Mynd rnar á næstu síðu eru frá Þorrablótinu. I efstu röð, v. m. er Gísli Konráðsson off frú. A scmu mynd h. m. er Guðmundur Mikaelsson. Sópranía Gólan, er yzt t l hægri. I annarri röð v. m. er Baldur Eiríksson að lesa annálinn. þá koma Helga Jónsdóttir og Sigmund- ur Bjórnsson. Yf r höfði Sigmundar set- ur Gunnlaugur P. Kristinsson skemmt- un'na, en h. m. er Baldur Agústsson að taka v ð verðlaununum og þá Sigurður Jóhannesson og frú. I þriðiu röð sjást Halldóra Guðmundsdóttir og Anton Kristjánsson með kökuna, sem þau unnu í verðlaunadansinum. Síðan koma Anna Bjórnsdóttir og Anna Þorkels- dóttir. Yzt til hægri er Brynjólfur Sveinsson að þakka boðið f. h. stjórnar KEA, en yftr höfði hans eru þær Adda Ornólfsdóttir, Andrea Pálmadóttir, Ebba Ebenhardsdóttir, Edda Kristjánr- dóttir og Eyrún Kristjánsdótt r. Neðst t. v. er Guðný Einarsdóttir. en næsta mynd er frá úrslitum í verðlaunadans- 'num, sem lauk með ,.hjólböruakstri“. Talið f. h. eru Anton og Halldóra, Þor- móður Sveinsson og Soffía Halldórs- dóttir, Guðmundar Blöndal og Auður Aðalste nsdóttir og Páll Halldórrson og Guðrún Aspar. Þess skal að lokum get- ið að Halldé>ra var sú eina, sem kom sínum „börum“ í mark, hinar „sprungu“ al.’ar. 8

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.