Hlynur - 15.03.1956, Side 13

Hlynur - 15.03.1956, Side 13
FERSKEYTLUR ] • * í Það var rétt til getið, að marg’r myndu verða til að botna fyrr.hluta þá, sem birtust í síðasta blaði. Borizt hafa þó nokkrir botnar við al!a fyrrihlutana, e nn sendi til dæm'.s sautján við tvo þeirra. Hlynur hefir í huga að halda þessum þætti áfram, fyrst undirtektir eru svona góðar, en jafnframt reyna að krækja í ýmsan annan kveðskao frá lesendum sínum. Birtist hér á öðrum stað í blaðinu kvæði eftir ónefndan starfsmann KEA, en hér koma þá fyrri- hlutarn r og botnar við þá: Islenzk skáldin áður fyrr óðsnillingar þóttu. Egill kvað við dauðans dyr drá'pu á einni nóttu. N. N., Silfurtúni. Og enn við s'glum óskabyr með atómskáld á þóftu. Haraldur Jónasí on Nú hér atóms brunar byr brags að líður óttu. Ragnar Jóhannesson. Kjama máls um kóng og styr í kvœðin Eddu sóttu. Hermann frá Bæ. Laxnes okkar loksins hlaut launin Nóbels dýru. Fyrlr drýgða dáð í þraut — dálaglega hýru. — N. N., Silfurtúni. Kóngi Svía kempan laut, ke'k, með brosi hýru. N. N., Silfurtúni. Afturfyrir öðrum skaut, sem auga mœndi hým. Hermann frá Bæ. Oft t'.l Sölku seggur gaut sjafnarauga hýru. Ragnar Jóhannesson. Faxi eys og frýsar hátt, fælist klár nn góði, sinn þá knapa leggur lágt og löðrar jörðu blóði. Hermann frá Bæ. Starfsmenn rafmagnsverkstæðisins, fremri röð talið frá vinstri: Hjalti Elíasson, Friðrik Stefánsson, Reynir Ásberg, Marinó Davíðsson, Leifur Sölvason, Jónas Guðlaugsson, Ofeigur Pétursson, Axel Sölvason, Matthías Kristjánsson, Haraldur Jónasson og Ög- niundur Kristgeirsson. Atfari röð: Hákon Torfason, Grétar Strange, Hilmar Bjartmarz, Árni Guðmundsson, Guðni Bridde og Elías Helgason, Á myndina vantar: Stefán Jónsson, Hauk Arinbjarnar- son, Magnús Gissurarson, Svavar F. Torfason, Reynir Einarsson og Þórhall Einarsson. 13

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.