Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 16
4. ÁRG. 3. TBL. er 9 ott aÉ vita ... að einmitt þegar allt hækkaði sem mest, gátu Samvinnutryggingar tilkynnt við- skiptavinum sínum (sem jafnframt eru eigendur stofnunarinnar) að 2,8 mill- jónum verði nú skilað aftur. Þessar endurgreiðslur kosta stóraukna vinnu hjá tryggingunum ekki sízt allar færsl- urnar í stofnsjóðinn. að frestur í ljósmyndasamkeppni Hlyns rennur út í lok marz og allir lesendur Hlyns mega taka þátt í keppninni. Vit- að er um ljósmyndafaraldur í nokkrum kaupfélögum og ætti því ekki að skorta keppendur þar. að SIS gengur ekki eins vel í bridge eins og verzluninni. Þátttaka í bridge hefir verið dræm í vetur, en venjuleg mót þó farið fram. Páll Hannesson er ein- menningsmeistari og hann og Guð- mundur Gunnarsson eru beztir tví- menningar, auk þess sem Sambands- húsið og Edduhúsið biðu mikinn ósigur fyrir Jötni, Kirkjusandi og fleiri út- varðstöðvum. Sambandið hyggst nú skera upp herör til að styrkja varnir sínar gegn KÁ, KEA, KB og fleirum, sem það þarf að mæía, en SÍS hefir farið halloka fyrir þessum aðilum und- anfarin ár. að Erlendur Einarsson forstjóri cg Hjört- ur Hjartar, framkvæmdastjóri skipa- deildar, fóru til New York í lok febrú- ar til að ganga frá lánum vegna olíu- skipsins fyrirhugaða. Hjörtur mun væntanlega halda þaðan til Evrópu lil að ræða við skipasmíðastöðvar. að kaupmenn í Reykjavík eru nú að skipu- leggja hópferð til Norðurlanda í vor til að kynna sér kjörbúðir! Betra seint en aldrei. að leikflokkur Sambandsstarfsmanna sýndi „Geimfarann“ og margt fleira í Bif- röst fyrir nokkru við mikla ánægju. Mikið er um heimsóknir til skólans og hafa forráðamenn SÍS m. a. komið þar og flutt fyrirlestra. að Kjartan Sæmundsson og Sören Jóns- son fóru nýlega til Austur-Þýzkalands til að sækja Leipzig-messuna og gera innkaup fyrir samvinnufélögin. að Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði, hefir nýlega verið skipaður vararæðismaður Norðmanna þar á staðnum. að Samvinnuskólinn bauð nýlega starfs- fólki Kaupfélags Borgfirðinga í heim- sókn og komu um 70 manns. Nemend- ur fluttu fjölbreytt skemmtiatriði og síðan var dansað og lék hljómsveit skólans (í einkennisbúningum!) fyrir dansinum. Þórður Pálmason hafði orð fyrir Borgnesingum og færðu þeir skól- anum góða bókagjöf. að árið 1955 jókst heildarsala Sambands- ins um hvorki meira né minna en 167 milljónir króna og var aukningin lang- mest í véladeild. Tölur eru enn ekki til um söluaukningu kaupfélaganna, en hún hlýtur einnig að vera mikil. HLYNUR MARZ — 1956 Hlynur er gefinn út af Sambandi ísi. suinvinnufélagn, Starfsmannafélagi SIS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Orlygur Hálfdanarson. en auk hans í ritnefnd Guðrún I'orkelsdóttú- og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Uitstjórn og afgreiðsla hjá fræðsludeild SIS, Sambandshúsinu, Reykja vík. Verð: 85 kr. árg., 8 kr. hefti. Kemur út mánaðarlega

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.