Hlynur - 15.04.1956, Blaðsíða 9

Hlynur - 15.04.1956, Blaðsíða 9
Föndurdeild hjá „Örnunum“ „Emirnir“ hafa stofnað nýja deild innan félagsins, nefnist hún föndurdeild. Gekkst hún fyrir ljósmyndasamkeppni meðal skipverja, en þar um borð eru margir slingir ljósmyndarar. Þátttakan var líka með eindæmum góð. því alls bárust 109 myndir Stjórn félagsins skip- aði tveggja manna dómnefnd og áttu sæti í henni Sverrir Þór, skipstjóri, og Emil G. Pétursson, yfirvélstjóri. Dóm- nefnd tók tillit til þriggja atriða í mati umst sjálf í því að afla okkur þekk- ingar og fræðslu. heldur en ef fyrir- tækið beitti sér fyrir þessu“. Að lokum segir í bréfinu: „Félög sem þessi eru mjög algeng í kaupfélögum í Svíþjóð, og þar k^nntist ég þeim. Finnst mér að fleiri deildir í SIS og kaupfélög- in ættu að fara að dæmi okkar“. Hlynur þakkar Oskari kærlega fyrir bréfið. Hér er um mjög athyglisverða t lraun að ræða, og má taka undir þau orð bréfritara, að fleiri ættu að fara að dæmi þeirra Austurstrætismanna. sínu á myndunum, þ. e. tækni við töku myndanna, uppbyggingu myndanna og myndræns gildis þeirra. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir beztu myndirnar. Jón Jónasson, vikapiltur, hlaut 1 verðlaun, sem voru framköllunaráhöld, og stækk- un á verðlaunamyndinni. Stefán \ Páls- son, loftskeytamaður. hlaut önnur verð- laun, sem voru framköl’un og stækkun á einni filmu og stækkun á verðlauna- myndinni. Lárus Þorvaldsson. 2. vél- stjóri, fékk þriðju verðlaun; stækkun á verðlaunamyndinni. Einnig fengu Jón B. Helgason, smyrjari, og Orlygur Ingólfs- son, háseti, viðurkenningu fyrir myndir sínar. Ljósmyndaáhugi er, eins og sjá má af ofanskráðu, mjög mikill um borð Kevpt hafa verið öll nauðsynleg áhöld til að framkalla, stækka og lita mvndir og hvaðeina annað, sem tilheyrir. Enn það er fleira en ljósmyndir, sem fengist er við um borð í Arnarfelli. I síðustu ferð sína fengu þeir lánað kvik- myndasýningartæki til reynslu, gefi það góða raun er í athugun að festa kaup á slíku tæki. Fundur í Tómstundafélaginu Ernir. Fundarmenn greiða atkvæði um stofnun föndur- deildarinnar. Fundarstjóri er Lórus Þorvaldsson. 9

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.