Hlynur - 15.04.1956, Blaðsíða 13

Hlynur - 15.04.1956, Blaðsíða 13
honum tók Guðmundur B. Guðmunds- son. Félaginu er skipt í þrjár deildir; og er formaður fyrir hverri þeirra, sem sér um ýmis framkvæmdaatriði. Deildirnar eru: Fræðslu- og skemmtideild, formað- ur Friðfinnur Friðfinnsson, tafl- og spiladeild, formaður Helgi Olafsson, og íþróttadeild, formaður Sigdór Sigurðs- son. A þeim stutta tíma, sem félagið er búið að starfa, hefir það gengist fvrir tveim skemmtunum, sem tókust báðar með h'nni mestu pr^ði. Onnur þeirra var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum í Reykjavík, en hin að Hótel KEA, á Akurevri. Þá hefir félagið einnia’ fest kaup á ýmsum tækjum t.l starfsemi sinnar. Varðveittu Hlyn I athugun er að láta gera sérstakar miippur fyrir Hlyn, sem hver tæki 12 blöð eða fleiri. Margir af lesendum blaðsins hafa beðið um að fá slíkar möppur keyptar og bent á, að liægara væri að varðveita b!aðið þannig. Rit- stjórnin telur sjálfsagt að stuðla að því, að starfsfólkið lialdi *■-blaðinu saman, enda er vafalaust oft á tíðum hægt að nota t>að fvrir handbók viðvíkjandi ýmsu efni, sem í því hefir birzt. Möpp- urnar munu kosta um kr. 8 í fram- leiðslu, en verða seldar á kr. 10. Mis- munurinn rennur til styrktar blaðinu. Þeir, sem vildu fá keyptar möppur, eru beðnir um að hafa samband við ritstjóra blaðsins eða trúnaðarmenn á vinnustöðum, svo hægt sé að fara sem næst um það magn, sem búa þarf til. KEFLAVÍK Framh. af bls. 7 atriðum öllum, og að þeim loknum stig- inn dans. Hafnfirðingar komu fjölmenn- ir til Keflavíkur til samkomunnar, eins og Keflvíkingar hafa fjölmennt í Hafn- arfjarðarferðir af svipuðu tagi. Þessi háttur, að liafa sameiginlegar starfs- mannaskemmtanir tveggja félaga, hefir gefið hina ágætustu raun á Suðurnesjum og er mjög til athugunar fvrir önnur félög. I þessu felst tilbreyting og aukin kynni. BORGARNES Framh. af bls. 6 Símonardóttir. Verðlaunin voru páska- egg. Þá flutti Benedikt Gröndal ritstjóri snjalla hugvekju. Því næst var stuttur spurningaþáttur. sem Hreinn Halldórs- son stjórnaði. Halldór Sigurbjörnsson söng einsöng við mik'a hrifningu sam- komugesta. Undirleik annaðist frú Odd- ný Þorkelsdóttir. Aðgöngumiðarnir voru jafnframt happadrættismiðar og var dregið í því í lok borðhaldsins, aðalvinninginn sem var ryksuga, lilaut Tómas Hallgrímsson, en annan vinning sem var frídagur. laugardag fyrir páska, hlaut Kolbrún Jóhannesdóttir. Að síðustu var stiginn dans fram eftir nóttu. Stjórnina skipa nú þeir Guðmundur Ingimundarson formaður, Gestur Krist- jánsson ritari og Sigurður B. Guðbranda son gjaldkeri, og sáu þeir um árshátíð- ina að þessu sinni.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.