Hlynur - 15.05.1956, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.05.1956, Blaðsíða 2
FÉLAGSSJÓÐUR starfsmanna Kaupfélags Isfirðinga ; Þann 27. febrúar 1939 stofnuðu 18 af starfsmönnum Kaupfél. Isfirðinga sérstakan sjóð, sem gefið var nafnið Félagssjóður starfsmanna Kaupfélags ísfirðinga. Aðal- tilgangur sjóðsins er að stuðla að sparifjársöfnun meðal félags- manna. Er það framkvæmt á þann hátt, að um hver áramót á- kveða félagsmenn hve mikið þeir ætla að leggja mánaðarlega inn á reikning sinn í sjóðnum. Sú upphæð er síðan dregin frá við útborgun launa. Þýðingarmikill liður í starfsemi sjóðsins er lánastarfsemi til félags- manna hans. Hefir einkum verið um slíkt að ræða í sambandi við íbúðar- kaup eða íbúðarbyggingar og hefir mörgum orðið að því mikill styrkur. Mjög almenn ánægja er ríkjandi með starfsemi sjóðsins. Má meðal annars marka það af því að segja má, að allir starfsmenn kaupfélagsins séu félagsmenn í sjóðnum, og er þó hver frjáls að þátttöku sinni í honum. Guðmundur Gunnlaugur Sjóðurinn er skipulagslega ekki í neinum tengslum við kaupfélagið og er algjörlega rekinn á vegum starfs- fólksins sjálfs. Fyrstu stjórn skipuðu Asgeir Jó- hannesson, formaður, Guðhjami Þor- valdsson, ritari og Guðmundur Lúð- vígsson, gjaldkeri. Núverandi stjórn: Unnur Guðmundsdóttir, formaður, Gunnlaugur Guðmundsson, ritari og Guðmundur Lúðvígsson, gjaldkeri. HALLDÓR ÁSGRÍMSSCN sextugur Samvinnumenn um land allt — og þó sérstaklega á Austurlandi, hugsuðu mcð hlýhug til Ilalldórs alþingismanns As- grímssonar, er hann varð sex- tugur 17. apríl sl. Halldór er einn af brautryðjend- um samvinnu- starfsins austan- lands, og hefir átt höfuðþátt í vexti og viðgangi 2ja kaupfélaga eystra. Hann fæddist á úthéraði, og ólst upp þar og í Borgarfirði eystra. Hann stundaði nám á Akureyri og í Sam- vinnuskólanum, en hélt að því loknu til heimahaga og tók við stjórn kaup- félagsins þar, sem þá var ungt og átti við mikla byrjunarörðugleika að etja. Stjórnaði hann því félagi til 1940, er hann tók við stjórn Kf. Vopnafjarðar og hefir hann stjórnað því síðan. Hall- dór reyndist snemma til forustu fall- inn og voru falin ýms trúnaðarstörf, Framh. á bls. 13 Unnur Halldór 2

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.