Hlynur - 15.05.1956, Side 3

Hlynur - 15.05.1956, Side 3
Landsmót samvinnumanna verður að Bifröst Þess liefir áður verið getið hér í blaðinu, að fyrirhugað væri Landsmót samvinnumanna að Bifröst um næstu verzlunarmannahelgi. Það er nú með öllu afráðið, að af mótinu verði, og hefir nefnd verið skipuð til að sjá um undirbúing þess. Starfsmannafélag SIS í Reykjavík liafði á síðasta aðalfundi sínum á- kveðið að beita sér fyrir framgangi málsins, og samkvæmt beiðni félags- ins skipuðu þessir áðilar eftirtalda fulltrúa í undirbúningsnefndina. Sam- band ísl. samvinnufélaga: Ilarry Fre- deriksen, Félag kaupfélagsstjóra: Ragn- ar Pétursson og Fræðslu- og kynning- arsamtök ungra savinnumanna: Oskar II. Gunnarsson og Valgarð Runólfsson. Fulltrúar starfsmannafélagsins í nefnd- inni eru Rjörn Vilmundarson, Jón Þór Jóhannsson og Orlygur Ilálfdanarson. Ilarry er formaður nefndarinnar, Oskar g'jaldkeri og Orlygur ritari og fram- kvæmdastjóri. Nefndin mun á næstunni hi*fa sam- band við fulltrúa allra samvinnufé- laga í landinu, sem líklegt má telja að aðild vildu eiga að mótinu. Það er von hennar að sem flestir samvinnu- starfsmenn láti málið til sín taka. Ráðgert er að laugardagskvöldið 4. ágúst, meðan þátttakendur verða enn að koma til mótsins, verði dansleikur og ýmsar skemmtanir á útipalli. Næsta dag' verður mótið sett og þá um dag- inn verður keppt í ýmsum íþróttum, svo sem handknattleik, knattspyrnu, kúluvarpi, glímu og öðrum greinum eftir því sem aðstæður leyfa. Þá verð- ur ef til vill kappróður á Hreð^vatni. Einnig verða fluttir ýmsir skemmti- og fróðleiksþættir á pallinum og dans- að þar um kvöldið. Mánudagurinn verður með svipuðu sniði, en seinni liluta dagsins verður mótinu opinber- lega slitið. Dansleikur verður samt um kvöldið á pallinum og ýmislegt gert til skemmtunar. Ráðgert er að kaupfé- lögin og önnur samvinnufélög taki þátt í íþróttunum og skemmti- og fróðleiks- þáttunum. Er þegar vitað um nokkur, sem það munu gera. Aðstæður eru allar hinar ákjósanleg- ustu að Bifröst. Utan hins glæsilega gistihúss er gott að koma þar fyrir tjaldbúðum, bílastæðum, veitinga- tjöldum og öðru slíku. Bifrrst er einn- ig miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar og skammt þaðan til ým- issa sögufrægra staða. Má búast við mikilli aðsókn á fyrsta landsmót sam- vinnumanna á Islandi. 3

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.