Hlynur - 15.05.1956, Qupperneq 5

Hlynur - 15.05.1956, Qupperneq 5
3AMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA Lýstu tillögu þinni á bessu blaði og útskýrðu hana gjarnan með uppdrætti eða rissi. Legðu b«Ha eyðublað i tillögu- kassann. Nr 00223 Ef þú ert í vafa Hikaðu ekki við að senda tillögu bina Minnstu bess. að bú hlýtur verðlaun ef tillagan verður notuð. FYRSTA VERÐLAUNAV EITI N GIN Á síðastliðnu sumri var komið fyrir á göngum Sambandshússins litlum kössum, áþekkum venjulegum útidyra- póstkössum, sem bera áletrunina „Til- laga mín“. Með tilkomu kassanna gefst starfsfólkinu tækifæri til að koma á framfæri tillögum viðvíkjandi hinum daglega rekstri. Á tillögueyðu- blöðunum, sem fylgja hverjum kassa, er starfsfólkið hvatt til að leggja inn tillögur, ef það sé þeirrar skoðunar, að með þeim sé hægt að bæta á einhvern hátt rekstur fvrirtækisino. Verðlaunum er heitið fyrir þær tillögur, sem not- aðar verða. Hér er á ferðinni nýjung, sem telja verður hina æskilegUstu. Þótt fólk Idjóti oftast að snúa sér beint til síns yfirmanns, vegna þess er viðkemur hinum daglegu störfum, þá er þó ým- islegt þess eðlis, að það má alveg eins koma því á framfæri með tillöguköss- unum. Sérstaklega ef um er að ræða tillögur, sem ekki snerta störf við- komandi aðila, heldur eru víðtækara eðlis. Nú hafa fyrstu verðlaunin verið veitt, það voru tveir skrifstofumenn í Samvinnutryggingum, sem duttu í lukkupottinn. Tillögur þeirra, sem fólu í sér minni vinnu fyrir fyrirtækið og megin á meðfylgjandi mynd sést bryggjan og á henni tvær stórar bóm- ur, en með þeim er vörunum lyft upp úr bátunum eða látin um borð í þá, þegar svo ber undir. aukin þægindi fyrir viðskiptavinina, voru teknar fyrir á franikvæmdastjóin arfundi hjá Samvinnutryggingum og ákvað framkvæmdastjórnin að verð- launa þær. Á hverju tillögueyðublaði er sérstakur stofn, en bæði eyðublaðið og stofninn bera sama númer. Tillögu- menn halda stofninum eftir, er þeir láta tillögurnar í kassann. Hljóti til- lögur verðlaun, er það tilkynnt á auglýsingatöflunum, en tillögumenn sanna rétt sinn til verðlaunanna með því að framvísa stofninum, og þann- ig gekk það líka til í þetta skiptið. Tillögurnar, sem urðu fyrstar til að hreppa verðlaun, voru númer 313 og 224. Eigendur þeirra eru Ilelgi Sig- urðsson og Kristján Ingólfsson. Hlvnur óskar þeim og Samvinnutrvggingum til hamingju með fyrstu verðlaunin og árangurinn af tilveru kassanna. Helgi þakkar Birni Vilmundarsyni, skrif- stofustjóra Samvinnutrygginga, fyrir verð- Jaunin, Kristján er til vinstri.

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.