Hlynur - 15.05.1956, Síða 6

Hlynur - 15.05.1956, Síða 6
Glæsileg árshátíð á ísafirði Isafirði í apríl. Laugardaginn 10. marz hélt starfs- fólk Kaupfélags Isfirðinga ársskemmt- un sína. Sátu liófið um 100 manns. Það hófst með borðhaldi, og voru á borðum svið, hangikjöt ásamt öðru góðgæti. Sú nýbreytni var tekin upp að engar framreiðslustúlkur voru, en veizlugestir náðu sjálfir í matföngin, og skapaði það frjálsræði og léttan svip á borðhaldið. Guðbjarni Þorvalds- son, formaður skemmtinefndar, setti Kannast nokkur við vasaklútinn og háls- bindið — og kannast nokkur við þessar hendur? hófið með stuttri ræðu. Meðan setið var undir borðum voru fluttar gam- anvísur af segulbandi, einnig flutt við- tal við þá Þorsteiri Finnboyason, frysti- hússstjóra, Pál Guðjónsson, verkstjóra, Þórð Einarsson, afgreiðslumann og Guðbjarna Þorvaldsson, mjólkurbús- stjóra. Fjórar stúlkur, þær Kristjana Ossur- ardóttir, Lára Iíelgadóttir, Ema Magnúsdóttir og Lára Jakobsdóttir sungu nokkur lög og léku undir á gítar. Að síðustu var fluttur stuttur leikþáttur, Læknirinn og sjúklingur- inn, og lék Gunnar Jónsson lækninn en Jóel Þórðarson sjúklinginn (hálf- hevrnarlausa kerlingu). Eftir að borðhaldinu lauk var stig- inn dans af miklu fjöri fram eftir nóttu, og fengu gestir þá ís til að kæla sig, þegar blóðhitinn vildi stíga he'd- ur hátt. Hófið tókst með miklum á- gætum og skemmtu gestir sér konung- lega. MYNDASÍÐAN W Myndasíðan er frá árshátíðinni. I efstu röð eru. talið frá vinstri: Kristj- ana Ossurardótt’r, Erna Magnúsdóttir, Lára Hélgadótt.r og Lára Jakobsdóttir \zt t. h. er Jóel Þórðarson í gervi he.vrnarlausu kerlingarinnar. I næstu röð er Halldór Magnússon og Ilulda Engilbcrtsdóttir, Guðrún Richter og Ilermann Björnsson, og þá Bára E'n- arsdóttir og Bragi Þorsteinsson. I þriðju röð eru: Anna Ilelgadóttir og Gunnar Jónsson. Næst þeim er Guð- bjarni Þorvaldsson, formaður skemmti- nefndar. að setja hátíðina, en þá kem- ur Páll Guðjónsson, Anna Halldórs- dóttir og Gestína Sumarliðadóttir. Yzt til hægri er Ilalldóra Maanúsdóttir og Jóhann Jensson. Neðst t. v. eru þeir Gunnar og Jóel í sjónleiknum, þá koma þau Filipvía Jónsdóttir og Olajur Guð- jónssou. og að lokum Gaðbjörg Magn- vsdóttir og Þórður Einaisson. 6

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.