Hlynur - 15.05.1956, Side 9

Hlynur - 15.05.1956, Side 9
Hljómsveit Samvinnuskólans, SVS tríóið. Talið f. v.: Sigfús Gunnarsson, Grétar Björnsson og Sigurður Sigurðsson. áætlunarbíll og lagt af stað eftir há- degi á laugardag. Ferðin gekk vel og var komið til Bifrastar um kl. 7.30. Skólastjóri, kennarar og nemendur tóku á móti ferðafólkinu á tröppun- um og bauð það velkomið. Síðan var snæddur kvcldverður, en að honum loknum var safnazt saman í setustof- unni, til kvöldvöku* Guðmundur skólastjóri bauð gestina velkomna og þakkaði þann hlýhug og ræktarsemi, er þeir sýndu sínum gamla skóla. Þá tók til máls Halldór Halldórsson, formað- ur skólafélagsins, en því næst afhenti Ilelgi Sigurðsson, starfsmaður í Sam- vinnutrygsringum, tvær myndarlegar gjafir til skólans f. h. nemenda í f.yrra. Var önnur þeimi grammófón- plata í plötusafn skólans, en hin fagur bikar, sem á var letrað: BOK- FÆRSLUBIKARINN. Gefendur: Nemendur skólans 1954—1955. Fylgir honum eftirfarandi reglugerð: 1. gr. Bikarinn hlýtur sá nemandi er hæsta einkunn fær í bókfærslu á burtfararprófi úr skólanum. Ef tveir eða fleiri nemendur hljóta sömu ein- kunn, sker aðaleinkunn úr um það, hver hlýtur bikarinn. 2. gr. Bikarinn er farandbikar, er vinnst aldrei til eignar og skal hann geymdur í skólanum. 3. gr. Hann skal fyrst veittur vorið 1957. Guðmundur skólastjóri þakkaði gjaf- irnar, en síðan söng tvöfaldur kvart- ett nemenda, einnig var spurninga- þáttur, upplestur og einleikur á píanó. Að lokum var svo auðvitað stiginn dans. Morguninn eftir var spilað og teflt. En eftir hádegið kepptu gestir og heimamenn í knattspyrnu. Lauk henni með sigri Samvinnuskólans, 5 mörk _m gegn engu. Síðar um daginn, þegar gestirnir voru búnir að jafna sig eftir ófarirnar í knattspyrnunni var haldið heimleiðis og ekið sem leið liggur til Reykja- víkur. Ferðafólkið hefir beðið Hlyn að koma á framfæri kveðjum og þökk- um til Bifrastarbúa fyrir ánægjulegar viðtökur, og er blaðinu það mjcg ljúft. Þessi heimsókn var að mörgu leyti skemmtileg og sérstæð. Síðustu nem- endur Jónasar Jónssonar og jafnframt þeir síðustu í fyrri heimkynnum skól- ans, sækja heim fyrstu nemendur Samvinnuskólans í hinum nýju heim- kynnum, sem einnig eru fyrstu nem- endur hins nýja skólastjóra, séra Guð- mundar Sveinssonar. I>að var glatt á Hjalla á heimleiðinni. 9

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.