Hlynur - 15.05.1956, Qupperneq 11

Hlynur - 15.05.1956, Qupperneq 11
íþróttafólk í samvinnufélögunum Starfsmenn samvinnufélaganna eru orðnir mjög margir hér á landi. Innan þess stóra hóps eru bæði menn og konur, sem getið hafa sér mikils orðstírs á ýms- um sviðum utan hinna daglegu starfa, og þá ekki sízt í íþróttum. Hlynur hefir reynt að fylgjast með þessum málum í því skyni að flytja les- endum sínum fréttir af þeim. Birtast hér að þessu sinni frásagnir af sunddrottn- ingu Suðurnesja og skautameistara Islands. Skautameistari á Akureyri Bjóm Baldursson er fæddur á Akur- eyri 13. des. 1935. Stundaði hann nám við Menntaskóla Akureyrar og réðist til vefnaðarvöru- deildar KE A haustið 1952, er hann þar fulltrúi deildarstjóra. Björn byrjaði að keppa á skaut- um 1952, en þá eignaðist hann fyrstu liraðhlaup- arana. Keppti hann þá í ungl- ingaflokki. 1955 A arð hann skautameistari Islands, en þá sótti hann ásamt þlremur öðrum Akureyringum skautamót Islands, er fram fór í Reykjavík. Frammistaða Akureyringanna varð með ágætum, og þó sérstaklega Björns. Hann varð fvrstur í 500 m, 3000 m og, 5000 m hlaupi. I 3000 m hlaupinu setti hann nýtt Islandsmet, sem hann bætti svo enn 6. marz sl., er hann hljóp vega- lengdina á 5,47,2 mín. hefir verið kaupfélagsstjóri frá því 1943. I stjórn félagsins eiga sæti: Júlí- us Bjórnsson, Garpsdal, formaður, sem hefir átt sæti í stjórn félagsins síðan 1922, en verið formaður frá því 1951. Magnús Ingimundarson, Bæ, Magnús Þorgeirsson, Höllustöðum, Karl Ama- son, Kambi, og Arnór Einarsson, Tind- um. Endurskoðendur eru Grímur Arn- órsson, Tindum, og Sigurður Einarsson, Reykhólum. Sunddrottning í Keflavík Inga Eygló Arnadóttir er fædd í Sandgerði 27. des. 1938. Stundaði nám í Gpgnfræðaskólanum í Keflavík og útskrifaðist það- an 1954. Byrjaði hún þá að vinna hjá Kaupfélagi Suðurnesja, fyrst í járnvörudeild, síðan í vefnaðar- vörudeild, en hef- ir nú að undan- förnu unnið á skrifstofunni við Taylorix- bók- haldið. Inga byrjaði snemma að synda og tók þátt í fyrsta sundmóti sínu 7 ára gömul. Hún varð sunddrottning Suður- nesja 1951 og hefir haldið þeim titli síðan. Hún hefir tekið þátt í fjölda sundmóta og á Suðumesjamet í cllum sundgreinum kvenna. Inga hefir slegið Islandsmetið í 50 m skriðsundi í sund- lauginni í Keflavík, en það hefir ekki fengizt staðfezt sökum þess hve laugin er stutt. I titrandi mýkt fa'la tuglsins geislar á trjálaufið sölnað og bleikt, það velkist um garðinn visið og snjáð. vindurinn hefir því feykt — haust eftir haust, ár eftir ár, — endalaust. Jón Ingiberg Bjarnason. Björn 11

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.