Hlynur - 15.05.1956, Blaðsíða 13

Hlynur - 15.05.1956, Blaðsíða 13
Metsaia í Gefjunargarni hjá K.Á. Selfossi Það er margt, sem hægt er að gera með dálítilli hugvitssemi til að auka sölu í verzlunum, og þarf það ekki að kosta miklar breytingar eða fé. — Lítið til dæmis á myndina til hægri. Hún var tekin í vefnaðarvörubúð KA á Selfossi og sýnir, hvernig þeim Ar- nesingum datt í hug að selja Gefjun- argarn. Þeir notuðu grindur, sem til eru í mörgum búðum og hafa raunar fengizt hér á landi. Garninu er raðað í grindurnar þannig að sést á end- ann á hespunum og allir litirnir koma í ljós. Síðan er grindin sett út á gólf, þar sem konurnar komast varla hjá að ganga fram hjá henni, og þær geta skoðað garnið eftir vild og tekið með sér að búðarborðinu það, sem þær vilja kaupa. Þetta er í raun réttri ör- lítil „garn-kjcrbúð“ inni í aðalverzl- uninni, og árangurinn liefir verið með ágætum. Salan í garninu hefir stór- aukizt og’ er svo mikil, að sölumenn iðnaðardeildar trúa varla pöntunun- um. Margar slíkar hugmyndir geta komið að ótrúlegu gagni og lífga upp búðina. Notið hugmyndaflugið, sýnið vörurnar — og seljið þær. Ruth Christensen, SÍS Austurstrr. 4/2 Sigurbjörn Egilsson, Sendladeild 7/2 Ólöf Vernharðsd., Kirkjusandur h.f. 17/2 Run. R. Sig.son, Innnfl.d. 42, Lager 18/2 Ólafur E. Gunnarsson, Sendladeild 20/2 Sigurþór Jakobsson, Sendladeild 20/2 Stefán G. Ásbjörnsson, Skipadeild 23/2 Dýrm. Ólafsson, Samv.tr. 29/2 Sighvatur Sveinsson, Sendladeild 2/3 Þórey Kjerúlf, Snorralaug 3/3 Sveinn Sigmundsson, Afurðasala 15/3 Dóra Bernh.d., Innfl.d. 43 17/3 Aunio H. Vilhelm, Fræðsludeild 31/3 Guðm. E. Erlendsson, Endursk. 31/3 ísbjörg ísleifsdóttir, SfS Austurstr. 31/3 Jóna Guðmundsdóttir, Samv.sparisj. 31/3 Karitas Melstað, Kjöt & Grænm. 31/3 Margrét Pétursd., Upplýsingar 31/3 Sigurður Þorgeirss., Sendladeild 31/3 Tryggvi Einarsson, Fjármálad. 31/3 Sextugur (Frh. af 2. síðu) auk þess sem hann beitti sér fyrir ýmsum hagsmunamálum fólksins í þeim héruðum, þar sem hann hefir starfað. Er hann maður he.ll en fastur fyrir, vinsæll og vel látinn. Hann var kjörinn annar þingmaður Norðmýlinga 1946 og hefir gegnt mikilvægum störl'- um á Alþingi, sérstaklega í fjárveit- inganefnd, æ síðan. Góður maður, sem skrifaði um Halldór sextugan, benti Norðmýling- um á það, að þeir gætu gcfið Hall- dóri ágæta afmælisgjöf með því að gefa honum atkvæði sín í kosningun- um í vor, og er vonandi, að þeir þiggi svo holla og góða ráðleggingu.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.