Hlynur - 15.05.1956, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.05.1956, Blaðsíða 14
Kvöldskemmtun SF/StS Rvík Starfsmannafélag SIS efndi til skemmtunar í Þjóðleiklnisskjallaranum 7. apríl. Skemmtunin var haldin af til- efni afmælis frjálsrar verzlunar. Hófst hún með dansi kl. 8,30 og stóð hann til kl. 10, en þá var skemmtunin sett af Ilaraldi Jónassyni, form. skemmti- nefndar. Bauð hann gesti velkomna, en síðan talaði Erlendur Einarsson, for- stjóri SIS. Næst fór fram spurninga- þáttur og stjórnaði honum Benedikt Gröndal, ritstjóri. Var keppt um far- andbikarinn, sem skemmtinefndin gaf til þessa í fyrra, og inntlutningsdeild- in þá vann. Keppendur voru að þessu sinni frá innflutningsdeild, iðnaðar- deild, útflutningsdeild, fræðsludeild, fjármáladeild, bókhaldsdeild, véladeild, skipadeild og Samvinnutryggingum. Eftir þrjár fyrstu umferðirnar stóðu leikar svo að Aslaug Eiríksdóttir, Sam- vinnutryggingum, og Sveinn II. Valdi- marsson, skipadeild, voru hæst oít með jafnmörg stig. Kepptu þau þá til úr- slita og lauk keppninni með sigri Sveins, sem varð einu stigi hærri. Svo var aftur tekið til við að dansa. Kl. 12 voru háðar kappreiðar á tréhestum, sein eru afar viðsjárverð- ir gripir. Sigurvegari varð Birgir Scheving, hlaut hann að verðlaunum kampavínsflösku og konfektkassa. Onnur verðlaun fékk Gústaf Agústs- son, hálsklút og bindi. Eftir þetta dunaði dans fram eftir nóttu og skemmtu allir sér ágætlega. Ljósmyn.d.Lr 1 blabinu Forsíðumyndina tók Þorvaldur Agústsson, en drengurinn á myndinni er sonur hans. Gísli Sigurðsson tók myndina frá Samvinnutryggingum og af verðlaunabikar SF/SÍS. Gunnlaug- ur Guðmundsson tók Isafjarðarmynd- irnar en Helgi Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Þorvaldur Jónsson Bif- rastarmyndirnar. Sveinn Sæmundsson tók myndina frá Selfossi. Um aðrar myndir er blaðinu ekki kunnugt. ♦ Ueillacákir * Nýlega opinberuðu trúlofun sína: frk. Helga Jóhannesdóttir, afgreiðslu- stúlka í Dráttarvélum hf. og Halldór II. Jónsson, vélvirkjanemi. Aslaug Gunnsteinsdóttir, innflutn- ingsdeild og Olajur Jens Pétursson, stud. phil. 14

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.