Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 2
LÍFEYRISSJÓÐUR SÍS Vilhjálmur Jónsson, hæstaréttarlögmaður Lífeyrissjóður SÍS var stofnaður í ársbyrjun 1939 með 100.000.00 króna framlagi frá Sambandinu. Hlutverk verk sjóðsins er að trvegja sjóðfélögum, ekkjum þeirra og börnum lífeyri og ör- orkustyrk. Sjóðfélagar eru allir fast- ráðnir starfsmenn Sambandsins og fyr- irtækja þess, en auk þess geta allir fast- ráðnir starfsmenn Sambandsfélaga orð- ið sjóðfélagar. Hafa starfsmenn Kaupfé- lags Arnesinga og Kaupfélags Hafnfirð- inga gengið í sjóð- inn og kunnugt er um allmörg kaup- félög, sem hafið hafa undirbúning að því að starfs- menn þeirra gerist aðilar að sjóðn- um. A s.l. ári var tekið upp í samn- inga Verzlunar- mannafél. Reykja- víkur við atvinnu- rekndur ákvæði um að atvinnurekendur skyldu tryggja verzlunar- og skrifstofufólki hliðstæð lífeyrisréttindi og Lífeyrissjóður SÍS veitir. Fór hér sem oftar að samvinnu- íelögin höfðu forgöngu um framfaramál og kaupsvslumenn urðu síðar að feta í slóðina. I þessu sambandi er rétt að geta þess að Kaupfélag Eyfirðinga hafði stofnað lífeyrissjóð fyrir starfsmenn sína á undan Sambandinu. Samvinnufélög hljóta ætíð að telja það skyldu sína að auka öryggi starfs- manna sinna svo sem kostur er. Trygg- ing fyrir lífeyri er starfskraftar þrjóta og barna- og ekkjulífeyrir, ef fyrirvinna fellur frá, er svo stórt öryggisatriði hverjum einstaklingi, að ekki má leng- ur dragast að hverjum einasta starfs- manni samvinnufélaga verði tryggð slík réttindi. Þessvegna verða öll kaupjélög að gera gangskör að því að þessu tak- inarki verði náð þegar í stað. Tillögum til Lífeyrissjóðs SÍS er þannig háttað, að starfsmenn greiða 4% af launum sínum og Sambandið eða Sambandsfélag 6%. Ef starfsmaður hættir störfum fær hann endurgreidd iðgjöld þau, er hann hefir greitt til sjóðsins^ með innlánsvöxtum Lands- banka Islands eins og þeir hafa verið á hverjum tíma. Rétt til ellilífeyris öðlast sjóðfélagi er hann hefir náð 67 ára aldri. Upphæð lífeyris er hundraðshluti af meðallaun- um hlutaðeigandi starfsmanns síðustu 10 starfsár hans og hækkar úr 12,5% eftir 10 ára starfstíma uppí 60% eftir 30 ára starfstíma. Hliðstæðar reglur gilda um örorkulífeyri. Upphæð lífeyris eftirlifandi maka fer eftir starfstíma hins látna og meðalárs- launum hans síðustu 10 starfsár hans. Ef starfstíminn er 10 ár, er hinn ár- legi lífeyrir 20% af meðalárslaununum, en hækkar síðan fyrir hvert starfsár um 1% af meðalárslaununum, unz há- markinu 40% af meðalárslaununum er náð eftir 30 ára starfstíma. Ef eftirlifandi maki gengur í lijóna- band að nýju fellur réttur til lífeyris niður. Börn eða kjörbörn, sem sjóðfélagi lætur eftir sig, er hann andast, og yngri eru en 16 ára, skulu fá árlegan lífeyri úr sjóðnum þar til er þau eru fullra 16 ára að aldri, enda hafi hinn látni séð um framfærslu þeirra að nokkru eða öllu leyti. Sama gildir um börn eða kjörbcrn, er sá maður lætur eftir sig, er naut elli- eða örorkulífeyris úr sjóðn- um, er liann andaðist. Ef barnið á foreldri eða kjörforeldri á lífi, er sér um framfærslu þess, er líf- eyrir þess 25% hærri en meðalmeðlag það, er félagsmálaráðherra hefir ákveð- ið með barni á sama aldri í Reykjavík á þeim tíma, sem lífeyririnn á að Frh. á bls. 15 Vilhjálmur 2

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.