Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 3
Þau sáu um fundinn. Talið frá vinstri eru: Edvard Friðjónsson, Ingibjörg Guðmunds- dóttir, Sigfríður Sigtryggsdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Inga Magnúsdóttir, Halla Þor- steinsd., Ásmundur Jónss., Hannibal Einarss., Elías Þórðars. og Theódór Guðmundsson. i > i Húsmæðrafundur Ki. Suður-Borgfirðinga Kaupfélag Suður-Borgfirðinga á Akra- nesi hefir undanfarin ár boðið hús- mæðrum á félagssvæðinu til kvöld- skemmtana, nefnast þær húsmæðra- fundir og eru mjög vinsæll 4iður í fé- lagsstarfinu. Síðasti húsmæðrafundurinn var hald- inn í félagsheimilinu að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Sóttu fundinn um 200 fé- lagskonur. Sveinn Guðmundsson, kaup- félagsstjóri, setti skemmtunina. Síðan Úr dansinum, Benedikt Gröndal, ritstjóri, sést á miðri myndinni. — Þau eru oft skemmtileg fræðsludeildarstörfin. Hálfdán Hólmgeir var borið fram kaffi og kræsingar. Benedikt Gröndal, ritstjóri, flutti er- indi um kjörbúðir, sýnd var kvikmynd, Hólmgeir Pálmason las gamansögur og Hálfdán Sveinsson, formaður félagsins, ræddi um samvinnumál. Borð voru nú upptekin og dansað af fjöri fram eftir nóttu, þótt aðeins væri einn karlmaður á móti hverjum 20 konum. Skemmtunin tókst mjög vel og var öllum til sóma. Sérstaklega var rómuð frammistaða starfsfólksins, sem sá um allan undirbúning og framkvæmd máls- ins. 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.