Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 5
„Cumulus yfir Norðursjó4 SÝNING Á MYNDUNUM verður 1 nýjum samkomusal 1 Sambandshúsinu Skömmu eftir að Hlynur hóf göngu sína í hinum nýja búningi, efndi hann til ljósmyndakeppni meðal lesenda sinna. Heitið var þrennum verðlaunum: öOO.OO, 300.00 og 200.00 krónum. Þátt- takendum voru gefnar algjörlega frjáls- ar hendur um val fyrirmynda. I dóm- nefnd áttu sæti Þorvaldur Agústsson, Gunnar Sveinsson og Orlygur Hálfdan- arson. Keppninni er lokið, alls bárust til hennar 57 myndir. Flestir þátttakenda liafa unnið myndir sínar algjörlega sjálfir, og einn þeirra, Sverrir Þór, skip- stjóri á Arnarfelli, vann allar sínar myndir þar um borð. Fyrstu verðlaun hlaut Axel Sölvason, rafvirki, fyrir myndina „Stjórn“, hún birtist hér á forsíðu. Onnur verðlaun hlaut Henrik Aunio, útstillingamaður, fyrir myndina „Stafur“. Þriðju verð- laun hlaut Sverrir Þór, skipstjóri, fyrir myndina „Cumulus yfir Norðursjó“. Mynd Gísla Sigurðssonar, blaðamanns, ..Braggabörn“, og mynd Guðmundar Agústssonar, vélfræðings, „Ur Raufar- hólshelli“ fengu auk þess viðurkenningu. Þess hefir áður verið getið, að ef til vill yrði haldin sýning á myndunum, að keppni lokinni. Það er nú ákveðið og verður hún í hinum nýja samkomu- sal í Sambandshúsinu, sem brátt verð- ur opnaður.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.