Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 7
HEILLASÍÐAN Fimmtugur Guðjón Sigurjónsson, skipverji á m/s Hvassafelli, varð fimmtugur 7. febrúar sl. Hann er fæddur að Argerði í Svarf- aðardal, en ólst upp á Böggvistöðum í sömu sveit. Fór Guðjón ungur til sjós og hefir stund- að hann síðan, fyrst á bátum frá Hrísey og Dalvík, en síðar á stærri skipum. 1946 réð- ist Guðjón á m/s Hvassafell og hef- ir verið þar fram til þessa, ýmist sem háseti eða bátsmaður. — Skipið var statt í Amst- erdam á afmælisdegi Guðjóns. Héldu skipsfélagar hans honum samsæti um borð og færðu honum að gjöf forkunn- arfagran bikar. Fimmtugur I5ann 2. maí varð Ragar Olafsson, formaður KRON, fimmtugur. Hann er fæddur að Lindarbæ í Rangárvallasýslu. varð stúdent 1926 og lögfr. 1931. Ragn- ar gekk í þjónustu SÍS 1928 og var endurskoðandi þess í nokkur ár. Hann varð eftir- litsmaður kaupfé- laganna 1931 og síðar lögfræði- ráðunautur Sam- bandsins, vann m. a. að undirbún- jngi og stofnun Lífeyrissjóðs SÍS. Hann lét af störfum hjá SÍS 1943, en hefir alla tíð síðan haft mikil af- skipti af samvinnumálum og var kos- inn formaður KRON 1952. Sextugur Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri útflutningsdeildar SÍS, varð sextugur 11. maí. Helgi fæddist að Núpum í Aðaldal og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1913 og vann þar síðan við verzlunarstörf, en réðist til SÍS 1919 og varð að- stoðarmaður Jóns Árnasonar, fram- kvæmdastjóra út- flutningsdeildar 1922. 1924—30 var hann kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, en næstu þrjú árin einn af framkvæmdastjórum Síld- areinkasölunnar. Þá tók hann aftur til starfa í útflutningsdeild SIS og tók við stjórn hennar 1946. Helgi gegnir ábyrgðarmiklum störf- um fyrir samvinnufélögin og landsmenn a!la. Mun það flestra dómur að hjá Helga séu störf þessi í hinum traustustu höndum. Trúlofun Nýlega opinberuðu trúlofun sína ung- frú Elín Kröver, skrifstofustúlka í inn- flutningsdeild SIS, og Björn Helgason, bifreiðastjóri. Ragnar 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.