Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 12
FERSKEYTLUR Blað'nu hafa hor st margir botnar v!ð fyrrihluta Þórmundar Erlingssonar, sem birtust hér í aprílblað'nu. Hin mörgu og góðu skáld í hópi samvinnustarfs- manna taka þætti þessum vel og er Hlynur ánægður með undirtektirnar. Hér koma þá fyrríhlutarnir og botnarnir. Oft hefir land nn ýtt úr vör, orku sýnt og snilli. Fært úr votri veiðiför vœna magafylli. Ragnar Jóhanneson. enda hlaut í ýmsri för auð og konungshylli. J. J. Kneyfði Egill. kappinn slyngi, kalda af horni veig. Oft hefir bjargað Islendingi ylur ur kaldri fleig. Þingeyingur. Bragna Þór á Buðlungsþingi brags var krýndur sveig. Ragnar Jóhanneson. Amor þeytist enn um jörð. ýmsum skeyti sendir. Lífs ég þreyti Ijóðagjörð laus við heitar kenndir. Ragnar Jóhanneson. Rugla sveit um fold og fjörð funa heitar kenndir. Dalakarl. undir leyti, út við fjörð örvar heitar kenndir. Vestfirðingur. Innst t'l sveita, yzt við fjörð ástarfleytan lendir. Haraldur Jónasson. Lindin tæra ljóð sín kveður, léttur blær um sundin fer. Vorið kœra, vermir gleður, von'n grœr í brjósti mér. Ragnar Jóhanneson. Laufin bœrast, Ijúft er veður. Lífið hlœr við þér og mér. Hjalti Jónsson, Hólum, Hornafirði. Máninn skær í skýjum veður skellihlœr á móti þér. Jón B. Jónsson, Iðunni. Vorið nærir, vermir gleður von, sem grær í brjósti mér. Astfanginn. Ennþá ræna Islandsmið ótal flökkugestir. Brjóta löngum boðorðið burgeisarnir flestir. N. N. Æ, því miður erum við ekki betri, flestir Aðalsteinn Aðalsteinsson. Höfn, Hornafirði. Af hverjum auð á Island mest allra heims í ranni? Það er tal'n bókmennt bezt og brosmildastur svanni. Bóka- og kvennamaður. Allt sem getur andann hresst og yljað hverjum manni. Ragnar Jóhanneson. 12

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.