Hlynur - 15.06.1956, Page 13

Hlynur - 15.06.1956, Page 13
I Bananagrindur I síðasta blaði birtist mynd, sem sýndi hvernig starfsmenn hjá K. A. á Selfossi höfðu fundið upp nýja söluað- ferð á Gefjunargarni. Hafði hin nýja söluaðferð aukið eftirspurnina að mikl- um mun. Það er sjá sem þeir Selfyss- ingar séu enn ekki alveg búnir að hrista fram úr pokahorninu, því hér birtist mynd af enn einni af nýjungum þeirra. Grind þessi er sérstaklega gerð til að selja banana. Krókar eru á þverslánum og eru bananakippurnar hengdar á þá. Neðst er hilla, þar er körfum komið fyrir. Grindin er látin standa á miðju gólfi, þar sem viðskiptavinir geta gengið að henni og afgreitt sig sjálfir. Góður afgreiðslumaður er alltaf í leit að nýjum hugmyndum, sem gera störf- in léttari og innkaupin skemmtilegri. Þessi hugmynd er ein þeirra. Kaupfélagsstjóraskipti á Bíldudal Fyrsta maí urðu kaupfélagsstjóra- skipti við Kaupfélag Arnfírðinga, Bíldu- dal. Stefán Thoroddsen, kaupfélagsstjóri þar frá því 1953 lét af störfum, í hans stað var ráðinn Guðmundur Pétur Þor- Kaupfélagshúsið á Bíldudal er ný ok Klæsileg bygging. Guðmundur Stefán steinsson. Guðmundur er fæddur í Reykjavík 28.11. 1929. Stundaði nám í Verzlunarskólanum og lauk þaðan prófi vorið 1950. Lauk prófi úr fiski- mannadeild Stýrimannaskólans 1953 og hefir verið stýrimaður á togurum síð- an. Guðmundur var um nokkurt skeið á Patreksfirði og kynnti sér starfsemi kaupfélagsins þar. 13

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.