Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 15
Nýjungar við útreikn- ing tekjuafgangs Frá Bretlandi berast nú þær fréttir að fundin sé upp ný gerð peningakassa, sem spari vinnu og auki öryggi útreikn- ings tekjuafg. og félagsmannaviðskipta. Það er brezka samvinnuheildsalan, sem staðið hefir að tilraunum þessum. Þar í landi er það venja að skrifa númer félagsmanns á afrit af kassakvittun. Eftir kassakvittunarafritinu eru svo götuð pappírsspjöld í sérstökum götun- arvélum. Pappírsspjöldin fara síðan til vinnslu í vélasamstæður, skila þær sam- anlagðri viðskiptaupphæð hvers félags- manns fyrir árið, en viðskiptaupphæðin er grundvöllur úthlutunar tekjuafgangs, Þessar skýrsluvélasamstæður eru not- aðar hér á landi m. a. til að halda alls- herjarspjaldskrá yfir alla ladsmenn, við skrift á rafmagnsreikningum fyrir Reykjavíkurbæ, skatta- og útsvarsseðla o. fl. o. fl. Hinn nýi peningakassi er mjög á- þekkur eldri gerðum og er notaður mjög líkt. Munurinn er sá, að auk venjulegs kvittanaborða er pappírsræma í kass- anum, og á þessa pappírsræmu gatast örsmá göt í hvert skipti sem stiplað er í kassann. Þarf þá ekki að handstimpla aftur á götunarvélina, eins og áður var gert, því papírsræmunni er rennt í gegnum nýja gerð götunarvélar, sem einnig var fundin upp í þessu sam- bandi. Vélin gatar algjörlega sjálfvirkt hin venjulegu skýrsluvélaspjöld eftir Pappírsborðinn rennur í gegnum götunar- vélina. þeim götum, sem á ræmunni eru. Hún skiptist í jafna reiti og fara götin í hverjum reit á eitt spjald. Má því segja, að frá því að afgreiðslustúlkan stimplar í kassann í búðinni og þar til tekjuafgangurinn hefir verið reiknaður, að það hafi verið gert í algjörlega sjálf- virkum vélum. Lífeyrissjcöur SÍS Frh. af bls. 2 greiðast. Að öðrum kosti er lífeyririnn tvöfalt meðalmeðlag þetta. Eignir Lífeyrissjóðs S.I.S. námu í árslok 1955 kr. 4.915.664.35 og fengu sjóðfélagar 1.380.000 kr. fasteignalán hjá sjóðnum á sl. ári. Samþykkt hefir verið að fé sjóðsins skuli ávaxtað með fasteignalánum til sjóðfélaga. Er hámarks lánsuphæpð til hvers sjóðfélaga kr. 100.000.00. Hefir sjóðurinn nú gert mörgum starfsmanni kleift að eignast þak yfir höfuðið, sem að öðrum kosti hefði ekki haft til þess nokkur ráð. Námskeið aö Bifröst Frh. af bls. 10 24. Svanur Kristjánsson, Selfossi. 25. Sölvi Olason, Fáskrúðsfirði. 26. Þorgeir Pálsson, Akureyri. 27. Marteinn Friðriksson, Sauðárkróki. 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.