Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.06.1956, Blaðsíða 16
4. ÁHG. 6. TBL. JÚNÍ 1956. 9 ott ad uita . .. t o að fyrirhuguð heimsókn norrænna sam- vinnustarfsmanna til Islands, sem áður hefir verið nefnd hér í blaðinu, hefir nú verið ákveðin. Leggja ferðalangarn- ir, sem eru 6 — þar 5 konur, af stað 23. júlí og munu dvelja hér á landi um 10 daga. að Skipadeild SÍS, sem brátt verður 10 ára, hefir þegar 10.843 smálesta (dwt.) skipastól. Er hið nýja olíuskip bætist í flotann verður hann orðinn 27.573 smá- lestir, eða 2845 smálestum framyfir nú- verandi skipastól Eimskipafélags Is- lands. að Aðalfundur Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, Samvinnutrygginga, Líftryggingafélagsins Andvöku og Fast- eignalánafélags Samvinnumanna verður haldinn að Bifröst dagana 11.—13. júlí næsikomandi. að fyrri sumarleyfistími starfsfólks Sam- bandsins og dótturfyrirtækjanna hefst 30. júní, en sá síðari 28. júlí. Ættu innkaupastjórar kaupfélaganna að at- huga þetta og gera innkaupin fyrir þennan tíma. að Sambadið hefir fest kaup á fjölritunar- vél, sem er svo fullkomin, að hægt er að prenta með henni reikninga og ým- iskonar eyðublöð. að á aðalfundi Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga, sem haldinn var 3. og 4. maí, var samþykkt að reisa fullkomna mjólk- urvinnslustöð á Hvammstanga eða í nágrenni. Fól fundurinn stjórn félags- ins og Karli Hjálmarssyni, kaupfélags- stjóra, að hafa forgöngu í málinu og hraða undirbúningi og framkvæmd eft- ir megni. að þegar eru farnar að berast ritgerðir í hugmyndasamkeppni þá er Samvinnu- tryggingar efndu til um umferðamál. Svo sem kunnugt er heita Samvinnu- tryggingar mjög háum verðlaunum, en þau eru 7000 og 3000 krónur. að stofnuð hefir verið íþróttadeild innan SF/SÍS í Reykjavík, æfir hún aðallega knattspyrnu og vann lið frá Borgar- bílastöðinni með 3 gegn 0 og Hreyfli með 4 gegn 1. Hyggst liðið mæta til leiks á landsmótinu í sumar. Akureyr- ingar, Keflvíkingar og Selfyssingar og jafnvel fleiri kváðu vera farnir að æfa knattspyrnu af kappi og ætla sér einn- ig að mæta á landsmótinu til keppni. að útbreiðsla Hlyns gengur mjög vel, og betur en bjartsýnustu menn þorðu að vcna. Fyrst var blaðið prentað í 600 eintökum, en það dugði brátt hvergi til. Þá var upplagið hækkað í 1.200, síðan 1.500 og nú er það komið upp í 2000 eintök. HLYNUR BLAÐ SAMVINNU- STARFSMANNA er gefinn út af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Starfs- mannafélagi SIS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Orlygur Hálfdanarson, en auk hans í ritnefnd Guðrún Þor- kelsdóttir og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Ritstjórn og af- greiðsla hjá fræðsludeild SIS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Verð: 35.00 kr. árg., 3.00 kr. hefti. Kemur út mánaðarlega.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.