Hlynur - 15.07.1956, Síða 2

Hlynur - 15.07.1956, Síða 2
Samræmum störfin Mörg þeirra starfa, sem unnin eru í kaupfélögunum um land allt eru af sama toga spunnin, og hljóta því að vera leyst af hendi með líkum starfs- háttum. Full ástæða er þó til þess, að félögin kynni starfshætti sína hvert fyr- ir öðru, og að þeir séu samræmdir í Ijósi þeirra staðreynda, sem fram kunna að koma. I þessu hefti Hlyns hefst nýr þáttur undir nafninu Hagnýt vinnubrögð. Þátt- urinn er ætlaður starfsfólki kaupfélag- anna, til að kynna starfshætti sína, er vonandi að hann fái góðar undirtektir þess, og að það sendi þessum vettvangi stuttar greinar um störfin. Bjami P. Jónasson, skrifstofustjóri bókhaldsdeildar SIS, ritar fyrstu grein- ina í þætti þessum og það er raunar Bjarni, sem á frumlcvæði hans. Greinin fjallar um frumbókanotkun kaupfélag- anna, og er tillaga um hvernig haga mætti þeim störfum. Þar segir þó, að vafalaust séu til aðrir, og ef til vill betri starfshættir, hvað þetta snertir, og eru kaupfélögin hvött til að láta heyra frá sér um málið. Það virðist ærin ástæða til að gefinn sé gaumur að þessum málum, og reynt verði að samræma störfin eftir megni. Skal hér að lokum tekið lítið dæmi hér að lútandi; Hlynur aflaði sér nokkurra upplýsinga hjá Prentsmiðjunni Eddu, um kostnaðarhliðina á prentun frum- bóka, en Edda prentar þær fyrir flest öll kaupfélögin og Sambandið. Kom þá í Ijós, að verð bókanna er mun hærra til kaupfélaganna og er ástæðan sú, að svo til hvert kaupfélag lætur prenta sína sérstöku gerð og því að vonum í litlu upplagi. Ef kaupfélögin hins vegar væru öll með eins bækur, væri hægt að prenta þær í stóru upplagi og yrði verð þeirra mun lægra, allt að fjórum eða fimm sinnum. Knútur Hafsteinn Zimsen lézt á sjúkrahúsi í Danmörku 17. júní síðast- liðinn. Hafsteinn fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1931 og var sonur Onnu og Knud Zimsen, fyrrverandi borg- arstjóra. Hafsteinn lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands 1951 og hóf störf hjá véladeild SIS þá um haust- ið. Starfaði hann í bílabúðinni að Hringbraut 119 fram til áramóta 1953—’54, en þá sigldi hann til Danmerkur og dvaldist eitt ár í Höfn, við frekari nám viðvíkjandi störfum sínum hjá SIS. Hafsteinn kvæntist 13. des. 1954 eft- irlifandi konu sinni Ullu Frímann, fædd Hansen. Attu þau einn son ársgamlan. Knud Kristján Zimsen, auk þess einn kjörson, Mikkael, 5 ára gamlan. Hafsteinn heitinn var léttur í lundu, drengur hinn bezti og hvers manns hug- Ijúfi. Þungur harmur er kveðinn eftir- lifandi konu hans og börnum, færir Hlynur þeim sínar dýpstu samúðar- kveðjur og allra hans samstarfsmanna. Hafsteinn Zimsen Hafsteinn Zimsen 2

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.