Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 3
Fyrrum komu skútur með vörur til félagsins, lögðust þær undan landi, en vörunum var róið til lands í uppskipunarbátum. Erlendur Björnsson, föðurafi Erlendar Einarssonar, smíðaði þennan bát fyrir kaupfélagið og var hann notaður við vöruuppskipun í mörg ár. Nú er öldin önnur; „Farsæll“ er löngu í hróf settur, en bifreiðir annast alla að- drætti fyrir kaupfélagið. Forsíðumyndin er tekin á bifreiðaverkstæði þess í Vík. Hálfrar aldar afmæli Kaupfélags Skaftfeliinga Kaupfélag Skaftfellinga minntist ný- lega hálfrar aldar starfssögu, en það var stofnað 14. júlí 1906. Afmælishófið var að Kirkjubæjarklaustri, kom þangað fjölmenni úr sýslunni og fjöldi aðkomu- gesta, þar á meðal forstjóri SIS, Erlend- ur Einarsson, og kona hans. Hæðumenn í hófinu minntust þess, hversu mikilvæg lyftistöng kaupfélagið hefir verið sýslunni. Þeir minntust sér- stæðrar og hrífandi sögu félagsins, hvernig það hafði hjálpað til að sigrast á erfiðleikunum á öllum sviðum. Saga félagsins er samslungin sögu fólksins í sýslunni. Kaupfélagsstjórar K.S. hafa verið þeir Bjarni Kjartansson, Þórður Pálmason, Sigurjón Kjartansson og Oddur Sigur- bergsson, sem stýrir því nú. I núver- andi stjórn félagsins eru: Siggeir Lárus- son, Kirkjubæjarklaustri, formaður, 01- afur H. Jónsson, Eystri-Sólheimum, Sig- fús H. Vigfússon, Geirlandi, Sigurjón Arnason, Pétursey og Sigursveinn Sveinsson, Norður-Fossi. Oddur Siggeir 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.