Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 8
HVERFILLINN nýtt skésölutæki liann þá það númer, sem hentar að hverju sinni, en sýnishornið er látið aft- ur á sinn stað á hverflinum. Það voru þeir Bjöm Sigfússon og Hjörtur Hjartar, sem gáfu hverflinum sitt ágæta nafn. Kjörbúð SÍS og Gefjun-Iðunn í Kirkjustræti hafa nýlega tekið í notkun skógrindur eins og hér er sýnd. Tækinu hefir verið gefið nafnið hverfill sökum þess að grindunum, sem skórnir hvíla á, er hægt að snúa að vild, kring- um ásinn. A þeim stutta tíma, sem hverfillinn hefir verið í notkun í ofannefndum verzlunum, hefir hann tvöfaldað skó- söluna þar. Hverfillinn á vafalaust er- indi til allra kaupfélaganna og ætti einn að duga í flestum tilfellum, því koma má mörgum sýnishomum á hverfilinn, sérstaklega ef hafður er bara annar skórinn af hverju pari. Hverflinum þarf að koma fyrir, þar sem viðskiptavinirnir eiga að honum greiðan aðgang. Þeir velja sér svo skó, sína afgreiðslumanninum og finnur Bréf frá Barðaströnd Hlyni berast oft bréf frá lesendum sínum, þar sem þeir ræða samvinnu- málin og Iáta skoðanir sínar í ljós á ýmsu því, er viðkemur samvinnufélög- unum. Fyrir nokkru fékk blaðið t. d. bréf frá Reyni Ivarssyni, formanni Kf. Rauðasands. Hlynur færir honum hinar beztu þakkir fyrir bréfið, og getur ekki látið hjá líða að birta úr því örlítinn kafla, þótt bréfritari hafi ekki til þess ætlast, en í bréfinu segir m. a....... „Eg er nú aðeins formaður minnsta kaupfélags landsins, en hefi óbilandi trú á samvinnustefnunni. Gildi hennar er áreiðanlega annað og meira en að reka eingöngu verzlanir. Eg held að við sé- um aðeins á frumstigi samvinnustarfs- ins enn þá, og eftirkomendur okkar muni eiga eftir að auka það og marg- falda, og færa út á enn þá fleiri svið en við höfum gert til þessa.“ Reynir ræðir ýmislegt fleira í bréfi sínu, sem er í alla staði hið skemmti- Iegasta. Kemur fram í því óbilandi trú á hlutverki samvinnustefnunnar, bæði til sjávar og sveita, já í raun og sann- leika á öllum sviðum þjóðlífsins. Væri óskandi að sem flestir væru skoðana- bræður Reynis í þessum sökum. 8

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.