Hlynur - 15.07.1956, Síða 11

Hlynur - 15.07.1956, Síða 11
Stafagerð og skreytingar Einn Iiður í búða- og glugga- skreytingum er gerð auglýsinga- spjalda. Að vonum eru menn misjafnlega góðir teiknarar oj mörgum ekki hent að ann- ast þessa hlið málanna, þó þeir sé góðir útstillinga- menn að öðru leyti. Nýlega flutti inn- flutningsdeild SÍS inn frá Þýzka- landi einföld tæki, sem gera öllum kleift að búa til auglýsingaspjöld, myndskreyta og skrifa á þau. Hér er um lítinn kassa að ræða, er í honum margar gerðir stafa úr þunnum málmi, og ýmis konar merki, sem notuð eru til skreytingar. Einnig er í kassanum lítil handsprauta. Stöfunum og merkjunum er raðað á spjald og síðan er íiðað lit yfir spjaldið úr sprautunni og þegar liturinn er orðinn þurr eru stafirnir teknir burtu og þá er spjaldið tilbúið. Einnig er hægt að klippa stafi í pappa og sprauta í stafaförin, líkt og gert er þegar tunnur eru merktar. Þetta nýja tæki gefur óteljandi skreyt- inga möguleika framyfir þau merki, sem í kassanum eru. Hægt er t. d. að taka úr blöðum ýmis konar skraut og klippa það í þunnan málm eða pappa og nota síðan í spjaldagerðinni. HEILLAÓSKIR Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband: Ungfrú Aagot Árnadóttir, aðalskrif- stofu SIS, og Guðmundur Halldórsson, skipverji á m/s Helgafelli. Ungfrú Regína M. Birkis, bókhalds- deild SIS, og Jón Gunnlaugsson, Sam- vinnutryggingum. Ungfrú Bryndís Þorleifsdóttir, innfl.- deild SIS, og Jón Þór Jóhannsson, deild- arstjóri í sömu deild. Ungfrú Ingibjörg O. Gunnarsdóttir frá Miðbæ í Dýrafirði og Halldór Ö. Magnússon, fyrrverandi skrifstofustjóri hjá Kf. Dýrfirðinga, hafa nýlega opin- berað trúlofun sína. „Þér er nœr að vera ekki alltaf að fela veskið þitt fyrir mér.“ 11

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.