Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 12
Bjarni P. Jónasson: Hagnýt vinnubrögð FRUMBÓK Eitt af kaupfélagsstörfunum, er að vinna úr frumbókum (nótubókum) yfir vöruúttekt og önnur viðskipti félags- manna. Hér fer á eftir tillaga um hvernig vinna mætti þessi störf. Að sjálfsögðu munu vera til aðrar, og ef til vill betri aðferðir, væri æskilegt að heyra frá kaupfélcgunum hvernig þau leysa málið, og á þann hátt fá saman- burð yfir störfin, ef til gagns gæti orðið. Frumbækurnar eru í þríriti og blöð- in tölusett í áframhaldandi röð, frá bók til bókar. Þegar bók er útskrifuð eru tölur hennar lagðar saman, niðurstaða skrifuð á bókina og samlagningarstrim- illinn festur við hana. Síðan er frumrit og afrit, sem eru samföst, rifin úr bók- inni. og raðað í stafrófsröð í möppu og geymd til mánaðamóta. Þá eru niður- stöðutölur allra bókanna lagðar saman. Þegar búið er að raða öllum nótum eftir félagsmönnum eru samföstu ein- tökin aðskilin og fundnar niðurstöðu- tölur hvers félagsmanns. Nú eru niður- . . . eins og alltaf. Frumrit, afrit og svo auðvitað kalkipappír á milli. stöður úttektar hvers félagsmanns lagð- ar saman og bornar saman við niður- stöður allra frumbókanna. Fært er eftir afritinu í viðskiptamannabók og það geymt í stafrófsröð, en frumritið er sent við mánaðaruppgjör til félagsmannsins. Mögulegt er að fara þannig með ö'I viðskipti, innlegg og úttekt, en gera þarf þá athugun á hvaða dagsetningu nauðsynlegt er að nota á slíka færslu gagnvart vaxtaútreikningi. FÓKUS-STOFNUN í Dýrafirði Laugardaginn 26. maí var haldinn stofnfundur Fræðslu- og kynningarsam- taka ungra samvinnumanna í Dýrafirði. Fundurinn var fjölsóttur. ríkir mikill áhugi fyrir samvinnumálum í Dýrafirði og einhugur um að gera félagið sem cflugast. I stjórn félagsins voru kjörnir: Gunn- ar Friðfinnsson, bóndi í Grænanesi, for- maður, og með honum í stjórn eru þeir Þórður Jónsson, Múla, Kristján Þóris- son, Húsatúni, Bjarni Kristjánsson, Neðri-Hjarðardal og Elís Friðfinnsson, Kjaransstöðum. Félagsstofnun þessi er hin athyglis- verðasta. Ástæða er til að ætla að starf fræðslusamtakanna verði hið blómleg- asta í höndum hinna dugnúklu braut- ryðjenda og er vonandi að svo verði. Halldór 0. Magnússon. 12

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.