Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 15
FRÉTTIR ÚR EYJUM Það er mikils virði, að starfsfólk samvinnufélaganna sé vel að sér um samvinnumál, og viti sem bezt deili á öllu því, er að samvinnufélögunum lýt- ur. Sem starfsfólk samvinnufélaganna erum við fulltrúar víðtækustu félags- málahreyfingar landsins og okkur er nauðsynlegt að þekkja til nokkurrar hlítar skipulag og starfshætti hennar. Fyrir nokkrum mánuðum var þess getið hér í blaðinu, að kaupfélag Vest- mannaeyja hefði ákveðið að örva þátt- töku starfsfólksins í Bréfaskóla SIS. Hét kaupfélagið því að greiða náms- kostnað í hlutfalli við námsárangur. Nú hefir kaupfélagið enn bryddað upp á nýmæli á þessu sviði. Hefir það ákveðið, að hver nýr starfsmaður, sem til þess ræðst, skuli taka námskeið í „Skipulagi og starfsháttum samvinnu- félaga“, sem kennt er við Bréfaskól- ann, og greiðir kaupfélagið allan kostnað. Kaupfélag Vestmannaeyja hefir hér stigið mjög heillavænlegt spor, sem ástæða er til að gefa gaum að í fram- tíðinni. Er það vonandi, að þessi at- hyglisverðu nýmæli eigi eftir að gefa góða raun og verði öðrum til fyrir- myndar. Þess hefir áður verið getið að stofnuð hefir verið íþróttadeild innan SF/SÍS í Reykja- vík. Piltarnir á þessari mynd kepptu við Landsbankann og unnu með 2:1, þeir eru frá vinstri, standandi: Karl Jörundsson, Friðrik Theódórsson, Vilhelm Andersen, Bruno Hjaltested, Ormar Skeggjason, Jón I. Rósantsson. Fremri röð: Jón O. Ormsson, Stefán Kristjánsson, Jóhann O. Sigurjónsson, Einar Jónsson og Oskar Einarsson. 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.