Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.07.1956, Blaðsíða 16
4. árg\, 7. tbl., júlí 1956. að undirbúningur að landsmóti samvinnumanna, sem haldið verður að Bifröst í Borg- arfirði um næstu verzlunarmannahelgi, 4.—6. ágúst, er í fullum gangi. Vitað er nú þegar um allmikla þátttöku. Verður mótið hið fjölþættasta og er þess að vænta að sem flestir samvinnumenn sæki það. að Norðri hefir fengið örfá eintök af bók- inni Samköp í Norden, eftir Anders Hedberg. Bókin fjallar um samvinnu- hreyfinguna á Norðurlöndum og er í henni ítarlegur kafli um íslenzku sam- vinnufélögin. Hedoerg dvaldist hér á landi fyrir tveim árum síðan, fór hann víða um og kynnti sér íslenzk sam- vinnumál af eigin raun. að bókin er skrifuð á léttu og skemmtilegu máli og höfundurinn lætur sér ekki nægja að skrifa um samvinnufélögin, heldur kemur víða annars staðar við. Bókin er hin athyglisverðasta og hin mesta fróðleikslind fyrir alla þá, sem áhuga hafa fyrir samvinnumálum. Sér- staklega er fróðlegur kaflinn, þar sem borin er saman samvinnuhreyfingin á íslandi og hinum Norðurlöndunum. að Kaupfélag Eyfirðinga varð 70 ára 19. júní s.l. Það var stofnað að Grund í Eyjafirði árið 1886, og Kaupfélag Hún- vetninga átti sextugsafmæli 16. des s.l., en afmæli félagsins hefir verið miðað við vorið 1896, þá voru fyrstu vörurnar settar á land á Blönduósi. að Samkeppni í sölu á íslenzkum iðnaðar- vörum (t. d. karlmannafötum, hrein- lætisvörum, peysum, úlpum, vinnuföt- um o. fl.) hefir stóraukizt vegna að- gerða samvinnumanna á því sviði, vöruval hefir orðið meira og verð lægra. að það er stefna kaupfélaganna að selja vöru sína á gangverði, en endurgreiða tekjuafgang eftir árið. Á árunum 1946- 1954 endurgreiddu kaupfélögin sam- tals 39 milljónir króna til félagsmanna sinna. (Hvað endurgreiddu kaupmenn?) að ljósmyndasamkeppni Hlyns — en úrslit hennar birtust í síðasta blaði — hefir vakið mikla athygli. Hafa margir les- endur látið í Ijós ánægju sína og æskt þess að farið yrði inn á fleiri slíkar brautir, svo sem smásagnasamkeppni, og er málið til athugunar. að dagana sjöunda til tólfta þessa mánað- aðar dvelzt hér á vegum SÍS sendinefnd kínverksra samvinnumanna. Sendi- nefndin kemur til að kynna sér íslenzk samvinnumál og mun m. a. skreppa til Akureyrar og heimsækja KEA og verk- smiðjurnar. er gefinn út af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Starfs- mannafélagi SIS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Orlygur Hálfdanarson, en auk lians í ritnefnd Guðrún Þor- kelsdóttir og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Ritstjórn og af- BLAÐ SAMVINNU- greiðsla lijá fræðsludeild SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. STARFSMANNA Verð: 35.00 kr. árg., 3.00 kr. het'ti. Kemur út mánaðarlega.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.