Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 2
Aðalfundur Kaupfélagsstjórafélagsins Kaupfélagsstjórafélagið hefir áður verið kynnt hér í blaðinu, saga þess sögð og greint frá þáverandi stjórn, en hana skipuðu Ragnar Pétursson, Hafn- arfirði, formaður, Gunnar Sveinsson, Keflavík ritari og Sveinn Guðm.son, Akranesi, gjald- keri. Samkvæmt lög- um félagssins skal engin stjórn sitja lengur en ár í senn og eiga stjórnarstörfin að vera í höndum kaupfélagsstjóra í ákveðnum landshluta í hvert skipti. Fráfarandi formaður setti síðasta að- alfund, sem haldinn var í Bifröst 11. júlí. Skipaði hann Þorstein Jónsson, Reyðarfirði, fundarstjóra og Skúla Jón- asson, Svalbarðseyri, fundarritara. Skil- aði Ragnar skýrslu félagsstjómar og gerði grein fyrir störfunum á liðnu ári. Mörg mál voru rædd á fundinum, tóku margir til máls og var hann hinn fjörugasti. Aðal umræðurnar urðu um þátttöku í Lífeyrissjóði SIS. Kom fram eindreginn vilji um, að allir kaupfélags- stjórar væru þar með. Þótt sjóðurinn sé opinn öllum föstum starfs- mönnum kaupfé- laganna hafa þau ekki nærri öll not- fært sér það enn. Þá var rætt um aukin kynni kaup- félagsstjóranna. Þótti sjálfsagt að þeir gerðu meir af að kynnast starfs- háttum og að- stæðum hver annars. — Fráfarandi stjórn hafði starfað allt frá stofnun félagsins og ofannefndu ákvæði ekki verið fylgt. Fór vel á því meðan félagið var að stíga sín fyrstu spor. Nú var kosin ný stjórn og tóku að þessu sinni Snæfelling- arnir Kristján Hallsson, Stykkis- hólmi, Alexander Stefánsson, Olafs- vík og Matthías Pétursson, Hellis- sandi við stjórn- Kristján arstörfunum. End- urskoðandi var kosinn Bogi Þórðarson, ORÐSENDING til skálafara Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra, sem tekið hafa ljósmyndir af skálaferð- um í skála SF/SIS, að lána filmur eða gefa ljósmyndir til skálans, þar sem fyr- irhugað er hjá skálanefndinni að koma upp litlu ljósmyndasafni í sambandi við sögu skálans. Þar yrðu myndir af bygg- ingu skálans og saga hans fram á þenn- an dag. Eru viðkomandi Ijósmyndarar beðnir að hafa samband við Helga Sig- urðsson hjá Samvinnutryggingum. * Matthías Alexander 2

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.