Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 4
Knattspyrnuliðið fremri röð talið f. v.: Ingi B. Halldórsson, Hörður Hjörleifsson, Ing- ólfur Viktorsson, Boði Björnsson og Sigurður Stefánsson. Aftari röð: Óskar Gunnars- son, Guðmundur Halldórsson, Róbert Lárusson, Einar Eggertsson, Eyjólfur Eysteinsson, Jón R. Einarsson og Björn Björnsson. Knattspyrnufélag Helgafells M/s Helgafelli 21.6. 1956. Þann 31.5. var stofnað Knattspyrnu- félag Helgafells um borð í m/s Helga- felli. Stjórn var kjörin þannig: Einar Eggertsson, formaður, Hektor Sigurðs- son, gjaldkeri, og Ingólfur Viktorsson, ritari. Meðstjórnendur voru kjörnir Ei- ríkur Agústsson, Boði Björnsson og Oskar Gunnarsson. Mikill áhugi hefir verið ríkjandi fyrir knattspyrnuíþróttinni um borð í skip- inu, og hafa skipverjar varið frístund- um í höfnum til æfinga og keppni við cnnur skip, þar sem því hefir verið við komið. I maímánuði keppti lið Helga- fells við tvö erlend skip í Kotka, þau m/s „Stina Dan“ og „Ecuador“ (bæði dönsk) og unnu Helgfellingar leikina 3 gegn 0 og 4 gegn 2. Bæði þessi skip höfðu vel æfð lið og eru í heimskeppn- inni í fótbolta, sem háð er milli skipa. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að komast í keppnissambönd erlendis og taka þátt í æfingaleikjum hérlendis. Einkennisbúningur liðsins er hvítar skyrtur með grænum kraga og grænar buxur, en það eru litir útgerðarfélags- fána SÍS. Nánari fregnir af kappleikjum Knatt- spyrnufélags Helgafells verða sendar blaðinu síðar. Með beztu kveðjum, f. h. Knattspyrnufélagsins, Ingóljur Viktorsson. 4

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.