Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 6
Frá skrifstofu Samvinnutrygginga; Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri ræðir við Vil- hjálm á opnunardaginn. Símasamtal við Keflavík Loksins næ ég sambandi út. Eg hringi í 82500 og mjúk stúlkurödd svar- ar: „Keflavík". Vonzkan út í símann hverfur samstundis og brátt hefir mjúka stúlkuröddin gefið mér samband við skrifstofu Samvinnutrygginga. Maðurinn hinu megin á línunni kveðst heita Vilhjálmur Þórhallsson, vera fæddur á Seyðisfirði 14.6. 1931, en hafa alizt upp í Keflavík. Mennta- skólaprófi lauk hann á Akureyri 1953, og stundar nú lögfræðinám, meðfram vinnu hjá kaupfélaginu. „Þið eruð nýbúnir að opna þessa skrifstofu?“ „Jú, um síðustu mánaða- mót. Kaupfélagið er annað í röðinni, sem starfrækir sérstaka tryggingaskrif- stofu. Hitt er KEA á Akureyri. Annars starfa sérstakir menn í flestum stærri kaupfélögunum nær eingöngu við trygg- ingar“. „Er meira um tryggingar hjá ykkur en víða annars staðar?“ „Eg býst við j)ví“. „Hverjar eru trygging- argreinamar?" „Þetta er nokkurs konar útibú frá Samvinnutryggingum og á að veita sömu þjónustu". „Viltu segja nokkuð sérstakt um starfið?" „Ekki nema livað mér líkar það vel, finnst það lífrænt og skemmtilegt". „Ertu einn á skrifstofunni, eða hefirðu að- stoðarfólk, vélritunarstúlku t. d.“ „Nei, því er nú ver, en þetta getur allt kom- ið með aukinni starfsemi". Vilhjálmur segir að skrifstofan sé að fyllast af fólki, sem bíði eftir afgreiðslu. Eg kveð hann því og þakka honum fyrir upplýsingamar og kem þeim hér með á framfæri. „Við skuium fara aftur yfir leiðbeininrr- arnar. iiii fyrir Iið“, 6

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.