Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 8
Fyrsta landsmót samvinnumanna var sótt af samvinnumönnum víðs vegar af landinu. Það fór vel fram og var fjöl- þætt og skemmtilegt. Mótið hófst laug- ardagskvöldið 4. ágúst með ávarpi for- manns undirbúningsnefndar, Harry Frederiksen. Síðan voru flutt skemmti- atriði og dansað fram yfir miðnætti. Sunnudagurinn hófst með guðþjónustu, séra Bergur Björnsson prédikaði, kirkju- kórar Borgarness og Hvammskirkju sungu, stjórnandi Halldór Sigurðsson. Erlendur Einarsson, forstjóri SIS, setti þessu næst mótið með ræðu. Þá fóru fram íþróttasýningar og almennur scng- ur, honum stjórnaði Oskar Jónsson frá Vík. Lið frá Kf. Suðurnesja, Kf. Árnes- inga, Kf. Húnvetninga, KEA og SIS kepptu í knattspyrnu. Kf. Suðurnesja sigraði. Um kvöldið var svo kvöldvaka. Þar flutti Þórður Pálmason, kaupfélags- stjóri, ávarp, þekktir skemmtikraftar komu fram og háðar voru kappræður, sigraði þar Páll H. Jónsson, kennari, en aðrir þátttakendur voru Andrés Krist- jánsson^ blm., Halldór E. Sigurðsson, alþm., Oskar Jónsson, fltr. og Þorleifur Bjarnason, námsstjóri. Á mánudag var dansað frá kl. 2—4 e. h. og mótinu síðan slitið. M YNDASIÐAN Efsta röð f. v.: Erlendur Einarsson, for- stjóri, séra Bergur Björnsson, kirkjukór- inn. — Önnur röð: Fólk að leik, Þórður Pálmason, Oskar Jónsson. — Þriðja röð: Dómnefnd kappræðnanna; Gunnar Grímsson, Ragnar Pétursson og Hálfdán Sveinsson brosa við sigurvegaranum, sem er yzt til hægri. — Fjórða röð: Þrír kappræðumannanna: Þorleifur, Halldór og Andrés. — Fimmta röð: Páll Hannesson, verkfræðingur, hann sá um uppsetningu mótsins, fimleikaflokk- ur KR, Harry Frederiksen. — Neðst getur að líta danspallinn og flóksfjöld- ann í kring á sunnudag. (Ljósmyndari Sveinn Sæmundsson, blm.). 8

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.