Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.08.1956, Blaðsíða 12
Aðalbókari Kaupfélags Rangæinga Hálfdán Guðniundsson er ráðinn aðal- bókari til Kaupfélags Rangæinga, Hvolsvelli, og tekur hann við þeim störfum 1. sept- ember. Hann er fæddur að Auð- unnarstöðum í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu 24. júlí 1927 og er alinn þar upp. Hálfdán stundaði nám við Mennta- skóla Akureyrar og lauk þaðan prófi 1949. Við- skiptafræðingur frá Háskóla Islands varð hann 1954. Hálfdán réðist til SÍS 1. janúar 1955 og hefir starfað fram til þessa í bók- haldsdeild. Heim frá námi Kristinn Ketilsson, starfsmaður hjá Olíufélaginu er kominn heim frá námi í Svíþjóð og Danmröku. Kristinn er fæddur 5. apríl 1934 í Hafnar- firði. Lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg 1951 og úr framhaldsdeild Samvinnuskólans 1954. Hlaut hann utanfararstvrk frá Samvinnuskólan- um og’ sigldi til Svíþjóðar 1955. — Dvaldist hann í Stokkhólmi og vann í ýmsum kjörbúð- um hjá kaupfélaginu þar. Fór svo á Vár Gárd, sænska Samvinnuskólann. Hélt hann síðan til Kaupmannahafnar og vann í kjörbúðum hjá H.B., einnig kynnti hann sér rekstur vöruhúsa. Kristinn starfar nú hjá kjörbúð SIS í Austurstræti. Kjartan P. Kjartansson Kjartan P. Kjartansson, starfsmaður hjá skipadeild SIS, er nýkominn heim frá námi erlendis. Kjartan er fæddur á ísafirði 15. des. 1933. Lauk prófi frá gagnfræða- skólanum á Isa- firði 1949, úr fram- ' haldsdeild Sam- viniiuskólans 1953. Jr Að loknu námi —* réðist hann til skipadeildar og 1 starfaði þar unz 1 hann hvarf utan á Kjartan öndverðu fyrra ári. Stundaði hann nám í skiparekstri og sætjónum í Englandi. Fór á brezka Samvinnuháskólann, Stanford Hall. í október og lauk þaðan burtfararprófi í júní. Kjartan liefir nú tekið við deild- arfulltrúastörfum hjá skipadeild. /--------------------------------n SAMVINNUMENN! Gerizt meðlimir í Hollandia-club og eignizt vini um víða veröld. Upplýsingar gefur Hermann Pálsson, Reyðarfirði. 'v_______________________________________J Kristinn 12

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.