Hlynur - 15.09.1956, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.09.1956, Blaðsíða 12
Starfsfólk kjörbúðarinnar, talið frá vinstri: Aðalheiður Jónsdóttir, Halldór Jónsson, Kolbrún Sigurðardóttir og Sigríður Sigurðardóttri. Kjörbúð Kaupfélags Suðurnesja Kaupfélag Suðurnesja opnaði fyrstu kjörbúð sína 15. september s.l. Er kjör- búðin sniðin eftir sænsku fyrirkomu- lagi og búin hinum fullkomnustu tækj- um, en í henni eru seldar nýlenduvör- ur, kjötvörur, mjólk og brauð. Þetta er önnur kjörbúðin þar sem mjólk er seld og hefir það gefið góða raun. Mjólk- in er á flöskum og skila viðskipta- vinirnir tómum flöskum hjá gjald- keranum. Deildarstjóri kjörbúðarinnar er Hall- dór Jónsson. Halldór er frá Hcrgsdal á Síðu, fæddur 9.3 1926. Hann stundaði nám í Samvinnuskólanum og lauk það- an prófi 1950. Réðist hann þá til Kaup- félags Suðurnesja og hefir starfað þar Halldór síðan. Árið 1952 fór hann til Svíþjóðar á vegum kaupfélagsins og vann í kjör- búðum hjá Konsum í Stokkhólmi. Einn- ig fór hann á námskeið á sænska sam- vinnuskólanum Vár Gárd og kvnnti sér meðferð kjötvöru. .Heyrðu, það er þetta með morgun- kaffið ................... 12

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.