Hlynur - 15.10.1956, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.10.1956, Blaðsíða 5
Spurningar fyrír afgreiðslufólk Það fer ekki milli mála, að hagur einnar verzlunar stendur og fellur með því fólki, sem í henni vinnur. A það þó alveg sérstaklega við um afgreiðslu- fólkið, sem hefir nánast samband við hvern einasta viðskiptamann. Eftir framkomu þess má segja að allt fari; ef það er lipurt, kurteist og viðmóts- þýtt láðar það viðskiptavinina að, en ella fælast þeir verzlunina að öðrum kosti. Hér eru nokkrar spurningar lagð- ar fyrir afgreiðslufólk, en sérfróðir menn um verzlunarmál telja eftirfarandi at- riði skipta miklu máli, eða hvað finnst þér? 1. Fellur þér starfið vel? 2. Ertu vingjarnlegur við alla við- skiptavini þína? 3. Þakkar þú hverjum þeirra fyrir viðskiptin og hvetur til að koma aftur? 4. Ertu snyrtilegur með sjálfan þig og þau tæki, sem þú notar? 5. Bregztu vel við umkvörtunum frá viðskiptavinunum? 6. Hefir þú góð áhrif á þá? 7. Veiztu um verð á hverjum hlut? 8. Veiztu hvar hver hlutur er? 9. Telur I)ú upphátt þá peninga. sem ])ú gefur til baka? 10. Yfirlítur þú búðina og lagar til í henni áður en þú lýkur störfum? 11. Notar þú hverja frístund, sem gefst, til að snyrta búðina? 12. Gerir ])ú þér að venju að fylgja ötllum reglum verzlunarinnar? 13. Ertu samvinnuþýður við sam- starfsmenn þína? 14. Bregztu vel við fyrirmælum og til- lögum yfirmanna þinna? 15. Reynir þú á allan hátt að láta við- skiptavinina finna, að verzlunin vilji gera allt, sem í hennar valdi stendur, til að fullnægja óskum þeirra? Hvab færbu mörg stig? Leggðu sarnan allar spurningarnar, sem þú svaraðir jái, og margfaldaðu út- komuna með 7. 90 stig eða meira: mjög góður 77—90 stig: góður 56—70 stig: sæmilegur neðan við 56 stig: þú ættir að at- huga vel þinn gang. 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.