Hlynur - 15.10.1956, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.10.1956, Blaðsíða 8
Komið við hjá KRON eða KRON eins og það er vanalega kallað. Eg bregð mér inn í matvöru- deildina og spyr eftir Höskuldi Egils- syni formanni Starfsmannafélags KRON. Stúlkurnar vísa mér með breiðu morg- unbrosi inn í vefnaðarvörudeildina, en þar vinnur Höskuldur. Það var nú ekki meir en ég vissi, en hvaða krók leggur maður ekki á sig fyrir svona falleg bros. I þessari deild eru líka ungar og falleg- Jón Grímsson, kaupfélagsstjóri, setur skák- mótið með því að leika fyrsta leikinn. Leið mín lá upp Skólavörðustíginn. Það var snemma dags og fólkið streymdi eftir götunni til hinna ýmsu áfangastaða í borginni, þar sem það heyr sína daglegu lífsbaráttu. Búðirnar voru að opnast og fyrstu viðskiptavin- irnir að gera innkaupin. A horni Berg- staðastrætis og Skólavörðustígs stendur stór og glæsileg bygging; þar er til húsa Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, KVÖLDBROS í ÞÓRSKAFFI Það liggur vel á þeim, enda er dansinn fjörugur. ar stúlkur, sem vísa mér til Höskuldar um leið og þær brosa yndislega til mín. Sæll vertu Höskuldur, það er ekki amalegt að koma til ykkar, þessa bros- milda fólks, er þetta samkvæmt starfs- reglum kaupfélagsins, eða eruð þið svona heppnir með fólk? — Um regl- urnar skal ég ekki segja, en með fólkið erum við mjög heppnir. — Þú veizt nú í hvaða erindum ég er, vil fá að vita allt um ykkar félagslíf, livemig líður starfsmannafélaginu, það er orðið nokk- uð gamalt er það ekki? — Starfsmanna- félag KRON var stofnað 19. september 1937. í fyrstu stjórn áttu sæti Páll Sæ- mundsson, formaður, Guðjón Einarsson, varaform., Guðmundur Tryggvason, rit- ari, Anna Oddsdóttir, gjaldkeri, og Hreiðar Olafsson, meðstjórnandi. A fyrstu árunum kom félagið sér upp myndarlegum skála í Hverahlíð, var hann mikið notaður enda félagslífið fjömgt á þeim árum. Síðar var skálinn þó seldur. — Já, það vill fara svo um flesta skála, það dregur úr notkuninni þegar frá dregur. En hvað um annað félagsstarf? — Upp á ýmsu hefir verið Höskuldur og Friðrik Steindórsson, hann hlaut I. verðlaun karla á spilakvöldinu. 8

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.