Hlynur - 15.10.1956, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.10.1956, Blaðsíða 12
Kaupfélagsstjóraskipti á Fáskrúðsfirði Guðjón Helgi Guðjón Friðgeirsson tekur við kaup- félagsstjórastörfum á Fáskrúðsfirði af Iíelga Vigfússyni, sem lætur af þeim störfum um þessar mundir. Guðjón er fæddur á Stöðvarfirði 13.6. 1929. Hann stundaði nám á Eiðaskóla og lauk þaðan Landsprófi 1949. Fór hann síðan í Samvinnuskólann og út- skrifaðist þaðan 1951. Réðist hann þá til Kf. Stöðfirðinga og vann þar fram til ársins 1954, en þá hóf hann störf í kaupfélagaeftirliti SIS, hefir hann verið þar fram til þessa. Ný f jölritunarvél Sambandið liefir tekið í notkun nýja fjölritunarvél, sem er ein full- komnasta sinnar tegundar. Eitt fyrsta verkefni hennar var að fjölrita nýja kennslubók í vörufræði fyrri Sam- vinnuskólann, sem Gunnar Grímsson, kennari, hefir tekið saman. Einnig safn bókhaldsfylgirita, sem nemendur munu nota við bókhaldsæfingar til að gera þær sem raunhæfastar. Hefir vélin gefizt mjög vel og bíða hennar mörg verkefni. Söngdísir... (Frh. af bls. 7) fer ég á ball og fæ ókeypis inn fyrir að koma nokkrum sinnum fram, það er einna mest gaman, þá á fólkið sem er þar að skemmta sér, ekki von á að ég syngi, og það er gaman að sjá undrun- arsvipinn á því, þegar ég er allt í einu kynnt. — Hvað um framtíðina, hyggstu halda þessu lengi áfram? — Það fer eft- ir undirtektum fólksins, ekki satt? — Jú, rétt er það, en í þessu svari felzt, þó, að þú munir halda áfram. ef vel gengur. — Jú, enda er í sannleika mjög gaman að þessu. — Viltu ekki að Iokum segja mér hvaða lag þú heldur mest upp á? — Það heitir nú The story of Tina, ég var að enda við að syngja það. og byrjaði með því að fara út af laginu. — Það veit ég' ekkert um, hefi nefnilega lítið vit á söng, en vel fannst mér þér takast upp. — Viltu segja nokkuð sér- stakt að skilnaði. — Nei, jú annars, sam- bandsstarfsmenn eru langbeztu áheyr- endurnir, sem ég hefi haft. — Þeir brostu svo sætt til mín þegar ég kom fram á sviðið áðan. ,,Það er nú komið kaffi, en ég kem aftur og tala við yður um kröfu mína um launahækkun“. 12

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.