Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 3
Qóíxti 6ot>ct 0igur fjóeout# ©ftr mt)r£ttttu i Þegar við íslendingar höldum heilög jól, þá grúfir yfir myrkur skamm- degisins. Dagamir hafa verið að styttast og nœturnar að lengjast. En svo koma blessuð jólin, — jólaljósin lýsa og skammdegisskuggamir hverfa. Klukknahljómur, jólasálmar og birta helginnar boða okkur fagnaðarhátíð kristinna manna um víða veröld. Við hlustum á jólaguðspjöllin um fœð- ingu Jesú. Gleði, fögnuður og friður fyllir hugi okkar. Birta jólanna lýsir á heimilunum og það verður bjart í borg og bœ, enda þótt myrkur sé úti. Fyrir okkur, scm búum á þessu norðlœga landi em þvi jólin sann- kölluð háitíð Ijóssins. Þau eru það í tvöfaldri merkingu: Á jólunum lýsa jólaljósin og hátíðarbirtan sem tengd er við fœðingu Jesii, Ijómar og lýsir upp heimilin. I öðru lagi boða jólin sigur Ijóssins yfir myrkrinu. Lengri dagar og styttri nœtur fara í hönd. Þessum tímamótum árstíðanna hefir þjóðin á undanförnum öldum haft ríka ástæðu t'l að fagna. Og enn í dag, þrátt fyrir allar framícrirnar, rafvæðinguna og birtuna, sem nú lýsir í slcammdeginu, lýtum v:ð með þrá í brjósti til hækkandi sólar. TJndirbúningur jólanna er. nú hafinn. Mikið annnki er framundan og starfsm enn sam,v:nnufélaganna. verða margir hverj:r að leggja á sig mikla v'nnu í daglegum störfum. Það er að sjáVsögðu mikilsvert, að þessi störf séu vel af hcndi leyst. Þcð er eitt af hlutverkum samvmnuiélaganna að láta í té góða þjónustu og ekki sízt þegar undirbúninqur jólanna stendur yfir. En við skulum samt öll minnast þess að undirbúningur undir jóla- háÞ'ðina á fyrst og fremst að m:ðast við það, að friður, helgi og birta megi rikja í hugarheimum okkar, þegar klukknahljómurinn t'lkynnir okkur nýja jólahátíð. Þar er að finna h'na sönnu jólagleði. Ég fœri öllum starfsmönnum Sambandsins og samvinnufélaganna hjartanlegar óskir um GLEÐJLEG JÓL! 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.