Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 5
Starfsfólk kaupfélagsins, talið frá vinstri: Sigurður Samsonarson, verkstjóri, Greipur Guðbjartsson, afgreiðslumaður, Guðmundur Jónsson, skrifstofumaður, Sigurlaug Jóns- dóttir, afgreiðslustúlka, Trausti Friðbertsson, kaupfélagsstjóri, Sigríður Sturludóttir, afgreiðslustúlka og Kristján Guðmundsson, bakari. Á myndina vantar Guðrúnu Bóas- dóttur og Þorbjörgu Jónsdóttur. KAUPFÉLAG ÖNFIRÐINGA Fyrir síðustu jól, opnaði Kaupfélag Onfirðinga, Flateyri, nýtt verzlunarhús þar á staðnum. Var þetta hið full- komnasta hús sinnar tegundar, bjart og rúmgott, enda var tilkomu þess fagnað mjög af fólki þar á staðnum. Aður hafði kaupfélagið haft aðsetur sitt í timburhúsi, sem var elzta hús á Flat- eyri og hafði verið notað til verzlunar í meir en hundrað ár. Fyllti það að sjálfsögðu ekki ströngustu kröfur vorra tíma, þótt prýðilegt væri um margar sakir. Meðfylgjandi mynd fékk Hlynur senda þaðan að vestan og er hún tekin af starfsfólki félagsins á opnunardegi hinnar nýju búðar. Um leið og blaðið þakkar fvrir þessa góðu sendingu, vill það hvetja önnur kaupfélög, til að senda sér fregnir og myndir af mark- verðum atburðum, sem ske kunna hjá þeim. „Ef þú elskar mig svona mikið, Kalli, hvers vegna gefur þú mér þá alltaf svona vitlaust til baka?“ 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.