Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 6
Ráðinn kaupfélagsstjóri í Vestmannaeyjum Jón Bergsteinsson, útibússtjóri á Egilsstöðum, tekur við Kaupfélagi Vestmannaeyja frá næstu áramótum. Jón er fæddur að Asi í Fellum, N.-Múlasýslu, 28. 2. 1932. Ólst hann upp á Revðarfirði. Tók Landspróf frá Eiðaskóla 1948. Fór í Sam- vinnuskólann 1950 og lauk Fram- haldsdeildarprófi 1952. Hóf síðan störf hjá útibúi Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstö-ðum að loknu Landsprófi og hvarf þangað aftur er hann kom úr Samvinnuskólan- um. Hóf störf í vefnaðarvörudeild SIS 1953, en réðist deildarstjóri að útibú- inu 1955. Jón Útibússtjóri á Egilsstöðum Við störfum af Jóni Bergsteinssyni tekur Þórir Sæmundsson frá Hafnar- firði. Þórir er fæddur 7.11. 1935. Stund- aði hann nám í Flensborgarskóla og lauk þaðan Gagnfræðaprófi 1951. Vann um skeið á skrif- stofum á Keflavík urflugvelli, en réð- ist til Kaupfélags Hafnfirðinga 1954 og vann þar við afgreiðslustörf fram á þetta ár, en hefir unnið hjá Bæjarskrif- stofum Hafnar- fjarðar síðustu mánuðina. Þórir Verzlunarstjórar í Hafnarstræti: Hjá Dráttarvélum h.f. Snæbjörn Jónsson, er ráðinn verzlun- arstjóri hjá Dráttarvélum h.f. í Hafn- arstræti frá áramótum. — Snæbjörn er fæddur í Reykja- vík 17.8. 1930. — Lauk gagnfræða- prófi frá Ingi- marsskólanum 1949, fór síðan í Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan 1951. Hóf hann störf hjá út- flutningsdeild SÍS strax að loknu námi og hefir starfað þar fram til þessa. Snæbjörn Hjá Norðra Björn Jónsson er ráðinn verzlunar- stjóri hjá Bókabúð Norðra í Hafnar- stræti. Tekur hann við þeim störfum um áramótin af Grími Gíslasvni, sem gegnt hefir þeim störfum. Björn er fæddur 25.8. 1926 í Reykja- vík. Hann stundaði nám í gagnfræða- deild Menntaskóla Reykjavíkur og lauk þaðan prófi 1944. Innritaðist í eldri deild Samvinnuskólans 1945 og lauk prófi þaðan um vorið. Að loknu námi hóf hann störf hjá SÍS. — Vann hann fyrst í bókhaldsdeild og matvörudeild, var svo um árs skeið á skrifstofunum í Kaupmannahöfn, en hefir síðan unnið í verðlagn- ingardeild. Björn 6

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.