Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 12
Fyrsta verzlun Þorlákshafnar er samvinnuverzlun Kaupfélag Arnesinga opnaði nýlega myndarlega verzlun í nýju verzlunar- húsi í Þorlákshöfn. Er þetta jafnframt fyrsta verzlunin, sem þar er rekin. — Verzlunarhúsið er 130 ferm. að stærð og er verzlunin rúmgóð og vistleg. — Verzlunin skiptist í eftirfarandi deildir: vefnaðarvöru-, búsáhalda-, glervöru-, skó-, matvöru- og verkfæradeildir. Verzlunarstjóri er Þormóður Jónsson. Starfsfólk útibúsins, Þormóður Jónsson, verzlunarstjóri og Guðbjörg Magnúsdóttir. URSLIT getraunarinnar Það bárust þó nokkrar tilgátur við- víkjandi spurningu Hlyns um tvíbura- systurnar. Systurnar hafa tjáð blaðinu, að það sé Olafía, sem sé til vinstri, en Guðrún til hægri (nær miðju opnunn- ar). Sá heppni var Jóhannes Jörundsson, fjármáladeild SIS, og má hann vitja verðlaunanna til blaðsins. Meðfylgjandi ljóð og neðanskráðar skýringar, sendi Rúnar Einarsson, raf- magnsverkstæði SIS. Tilgáta hans er röng, en kvæðið er ágætt og munu les- endur hafa gaman af því. TVÍBURASYSTURNAR Líkt og þýður léttur blær lít ég fríðar skútur tvær saman líða’ um sundin tær, sama smíð á báðum. Svipur blíður báðar þær bjartur prýðir, hreinn og skær. Er í víðu veldi sær vinda hlíðir ráðum. I fögrum línum fleytum hjá, finnst mér gríni blandin þrá glettin skína’ af beggja brá. Þær brosa í sínum svefni. Á þeim fínan mun má sjá meðan hvín í reiða, og rá, hærra sýnist ávallt á Olafínu stefnið. Þar af ræð ég, að Olafína standi innar á myndinni. HEILLAÓSKIR Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Vildís K. Guðmundsson, starfstúlka hjá Samvinnutryggingum og Arni Edwinsson, skrifstofumaður. i 12

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.